Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 33

Skírnir - 01.12.1917, Side 33
Skirnir] í rökkrinu. 367' Svo þögðum við bæði. En þú verður að sjá um bæinn okkar þegar eg er farinn. Enginn — ekki nokkur lifandi maður má eiga- hann nema við ein. Það leið að krossmessunni. Dagana fyrir hana krotaði hann þessa stafi á stein- inn. Það voru stafirnir okkar beggja. Hann hafði verið' með piltunum um vorið þegar þeir voru að höggva stafi' á landamerkjasteina. Svo fóru þau til síra Jóns. Það var langur vegur eins og þér vitið. Mér leiddist oft um sumarið. Stundum var eg að hugsa um hvort Dóri mundi ekki koma þennan eða þenn- an sunnudag. En hann kom ekki. Þá þóttist eg viss um það, að hann kæmi um haustið. En þá kom hann ekki heldur. Eg held eg hafi aldrei komið að steininum um veturinn. Og eg held eg hafi sjaldan hugsað um samveru okkar næstu árin. Svo var það á hvítasunnunni vorið áður en eg var íermd að eg hitti Dóra og foreldra hans við kirkju í okk- ar sókn. Við vorum bæði glöð. En þegar eg hugsaði um það a heimleiðinni, fanst mér það ekki hafa verið neitt gaman. Daginn eftir sat eg um stund hjá steininum og virti fyrir mér stafina. Hú þótti mér þeir ekki nógu fallegir. Eg skauzt inn í smiðju og tók meitil og hamar og fór að reyna að bæta um þá. En eg var ekki sem lægn- ust við það og tókst víst ekki vel. Svo kom pabbi utan tunið. Þá varð eg hrædd, hljóp heim og lét verkfærin á sinn stað. Árin liðu. Dóri var altaf hjá prestinum. Eg sat heima. Eg heyrði það á tali manna að hann væri altaf að- Í0era hjá prestinum og að hann þætti bráðgáfaður. Svo> var 8agt að séra Jón ætlaði að kosta hann í skóla.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.