Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 37

Skírnir - 01.12.1917, Side 37
Skirnir] I rökkrinn. 371 Engjafólkið var að koma. Eg hafði nóg að snúast, bæði að skamta því og hirða plögg. Eg sendi vinnukonu til Halldórs með matinn. Svo var gengið til náða. En eg gat ekki sofnað. Og eg heyrði alt af gengið um gólf í stofunni. Eg lét vinnukonuna lika standa honum fyrir beina morguninn eftir. Hirðingin gekk fljótara en pabbi bjóst við og þeir ákváðu að leggja af stað um hádegi. Eg gekk upp að steininum þegar eg vissi að þeir ætluðu að fara að kveðja. Halldór kom þangað. Hann var ekki eins röskur og glaðlegur eins og dag- inn áður. Hann dró lokað bréf upp úr vasa sínum. Eg fann að eg roðnaði. Sigríður, sagði hann, þetta bréf er til þín, en eg af- hendi þér það með einu skilyrði. Þú skalt ekki opna það fyr en seinna, helzt ekki fyr en eftir mörg ár. Eða — ef þú lifir mig, þá þegar þú fréttir iát mitt. Já, sagði eg, en eg veit ekki hvort það heyrðist. Svo rétti hann mér liendina. Vertu sæl, sagði hann. Við tókumst í hendur. Hans var köld. Mín var víst nokkuð heit. * íf; Gamla konan þagnaði. Það var dagsett. Samt hafði birt í herberginu. — Tunglið var komið upp. Er sagan lengri? sagði eg lágt. Eg sá hann ekki eftir þetta. Hann giftist og varð prestur fyrir vestan. Eg frétti lítið þaðan. Svo liðu fimm ár. Eg átti tvisvar kost á að giftast, en hafnaði því. Svo kom hann hingað, maðurinn minn sálaði. Eaðir minn vildi að eg ætti hann. 24*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.