Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 40

Skírnir - 01.12.1917, Side 40
374 Þjóðfélag og þegn. [Skírnir að umtalsefni, ef geðfeld þykja, heldur en ef þeim virðist ábótavant að þeirra áliti. Þó litt falli saman úrlausnir eða breytingatillögur þeirra, sem um þessi málefni hafa fjallað upp á síðkastið, þá eiga þær þó sammerkt í því, að þeim er ekki ætlað annað né meira en að vera smábætur hér og þar, þegar göt hafa komið á þann þrönga stakk, sem skattaheimtu landsins var sniðinn, rétt eftir að það fekk fjárforráð (sbr. álit skattanefndar frá 1877) Síðan þá hefir hverri »bótinni« verið bætt ofan á aðra, án þess nokkur grundvallarregla hafi skapast fyrir þvi, með hvaða aðferðum b æ r i að hefja fé til almennra þarfa, né hverjir það ætti að greiða að réttu lagi1). Á bug við þessi atriði hefir verið gengið, bæði hér og annar- staðar, með þvi að hafa skattstofnana sem fiesta og marg- brotnasta, svo þannig liti út, eins og öllum væri gert sem jafnast undir höfði, en hámarki sínu hefir þó þessi skatta- dreifingarstefna náð þar, sem óbeinir skattar eða tollar skipa öndvegið í fjárlögunum. Sú álöguaðferð er handhæg og sæmilega örugg til að gefa góðar tekjur, en öruggust þó til að blinda öllum þorra manna sýn um það, á hvern hátt þeir eru 1 á t n i r gjalda fé til almennra þarfa, án þess að vita um, og þetta hefir gert aðferðina vinsæla bæði hjá þeim, sem hafa haft þau vandamál á höndum, að kveða á um skattaálögur, og eins þeim mörgu gjald- endum, sem er sárast um þau útgjöld, sem greiðast beint úr vasanum. Þó virðist eins og á seinni árum hafi hjá æ fieirum ikviknað efi um það, hvort þetta væri farsæl skattastefna. Má meðal annars marka þetta af því, að hjá fiestum þeim, sem um málið hafa rætt eða ritað opinberlega hin síðari ár, koma fram andmæli gegn tollastefnunni. Hníga því ‘) Skattanefndin frá 1908 lagöi að visu nokkurn grundvöll að skattaskipulagi, en hvorttveggja var, að sá grundvöllur var margbrotinn •og ósamstæður, og hinsvegar nóðu ekki sumar þær tillögurnar fram að ganga, sem mest réttarbót var að.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.