Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 45

Skírnir - 01.12.1917, Page 45
•'Skírnir] Þjóðfélag og þegn. 379 tekjur, sem þeir gefa, og ennfremur þróast þessir skattar •engan veginn í hlutfalli við blómgun atvinnuveganna né ■bættan efnahag. Að öðru leyti má heita,*að þeir full- mægi sæmilega ytri skilyrðum fyrir skatti, en eins og síð- ar mun sýnt fram á, eru ýmsar innri orsakir þess vald- andi, að þessir skattar koma ekki vel niður. Þó útflutningsgjöld sé í rauninni alt annars eðlis en aðfiutningsgjöld, og hafl alls ólíkar verkanir, þá ioðir við þau samskonar annmarki, að eins og aðflutningsgjöld gefa aðstöðu til að h æ k k a vöruverð um þörf fram, g e t a útflutningsgjöld notast sem ástæða til að d r a g a af verði útfluttra vai'a þ a r sem verzlunarhættirnir leyfa það. Eins og siðar mun bent á er og varhugavert og ekki réttlátt að leggja skatta á í hlutfalii við framleiðslu manna ■ og persónulega atorku. Gildir það líka um lausafjárskatt- inn og fleiri skatta. Tekjuskatti (einkum af eign) og þvi fremur erfðafjár- skatti, má telja það til gildis, að þeir koma róttlátast nið- ur þeirra skatta, sem hér er um að ræða. En bæði þeim og lausafjárskattinum má flnna það til foráttu, að gjald- stofninn er hvorki augljós né ábyggilegur. Ef skattanið- urjöfnun og innheimta byggist annarsvegar á heiðarleik manna og þegnfélagslund við framtal og mat á eigin eign- um, en hinsvegar á nákvæmni og ráðvendni skattkrefj- anda, þá er báðum aðilum næstum gefinn laus taumur með undandrátt og tilhliðrun, þar sem við verður komið. Það er nefnilega augljóst, að frarntal manna á tekjum og lausafé getur oft og tíðum engu eftirliti orðið háð, enda er ýmsum tekjuskatts- og framtalsskýrslum viðbrugð- iðj þó lítill rekstur sé að því gerður né slíkt vitt opinber- lega. Eins má á ýmsan hátt liaga arfaskiftum þannig, &ð skattur faili öðruvísi á en lögin ætlast til. Má geta uærri hve óheppilegt það sé að gefa lægri hvötum rnanna þannig svigrúm í viðskiftum við lnð opinbera, og er mikils- varðandi fyrir viðskiftasiðgæði þjóðarinnar, að skattarnir :oefi ekki tilefni til slíks. Hér er samt sem áður um þá skatta að ræða (tekju-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.