Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 48

Skírnir - 01.12.1917, Side 48
382 Þjóðfélag og þegn. [Skírnir- memm markaðsverði og viðskiftaskilyrðum, sem ekki' verður gert ráð fyrir að eigendurnir hafi sérstök áhrif á. Þetta er hin önnur auðsuppspretta: — starfsfé eða v e 11 u f é (kapital).1) í þriðja lagi skal aftur tekið dæmi af samskonar at- vinnurekendum og næst áður, en gert ráð fyrir að þeir hafi á einhvern hátt náð sérstakri aðstöðu í viðskiftalífinui til þess að hafa meiri arð af vinnu sinni og veltufé, en talist geta venjuleg laun og fjárvextir. Ef iðnrekinn hefir t. d. getað útilokað samkepni í sinni grein á við- skiftasvæðinu eða lcomið fram verndartolli til hlífðar at- vinnuvegi sínum; — ef kaupmaðurinn að sínu leyti hefir náð þeim tökum á verzluninni, að liann sé einráður um vöruverð og verzlunarhag i sínu héraði; — hefði bóndinn t. átt Siglufjörð og eignast alla þá verðhækkun, sem síld- arútvegurinn hefir veitt lóðunum þar — þá liggur í augum uppi, að engum dytti í hug að halda fram að hann hefði u n n i ð fyrir því eða að það væri vextir af veltufé hans. Nei, þær tekjur og aðrar, sem einstakar persónur hafa af því að leggja »privat« slcatta á allskonar viðskifti, eru skapaðar við sérréttindi, sem þjóðfélagsskipulagið hefir látið þeim í té eða liðið að mynduðust. Þar er þá þriðja auðsuppsettan: forréttindi eða einkaréttindi (privilegium eða monopol). Þá liggur næst fyrir að athuga hvernig hin opinbera gjaldabyrði (til landssjóðs) skiftist á þessar þrjár auðsupp- sprettur. Qm nákvæma sundurliðun getur auðvitað ekki verið að tala, en eftir eðli sínu gefa skattstofnanir nokk- urnveginn til kynna á hvaða tekjugreinar þeir falla. Til leiðbeiningar skal liér sett sundurliðun á opinber- um álögum, gerð eftir landsreikningi 1914—15: ') Með þessari skilgreiningu má alls ekki blanda saman alls konar vaxtafé, sem ekki snertir atvinnuveg e i g a n d a þess, svo sem rikisskuldabréf, sparisjóðsfé, hlutafé, o- s. frv. Það heyrir alls ekki hina persónulega „kapitali11 til og eftir eðli sinu eru allar slikar tekjur (peningavextir o. s. frv.) tilheyrandi þriðju auðsuppsprettunni, og verður að þvi vikið siðar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.