Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 49

Skírnir - 01.12.1917, Page 49
Skírnir] Þjóðfélag og þegn. 383' 1. Beinir skattar...........................7— 7,5 <y0 2. Aðflutningsgjöld (tollar) a. af almennri neyzluvöru................ 53—56,5 — b. - munaðarvöru (öli, tóbaki 0. fl.) . 20—21,5 —• 3. Útflutningsgjöld.........................13—14,5 — 4. Aukatekjur, leyfisbréfagjöld 0. fl. . . . 7 — Þessar hlutfallstölur eru reiknaðar út með tvennu móti. Það þykir nefnilega orka tvímælis hvort 4. liður- inn geti talist álögur, þó þar sé um tekjustofna að ræða, sem engum sérstökum starfsrekstri eru bundnir, eins °g t. d. símasambönd, póstmál 0. fl. Fyrri tölurnar eru miðaðar við að sá liður sé reiknaður með, en þær seinni við það, að honum sé slept, af því hann liggi utan við hinn eiginlega skattagrundvöll.. Nú má álíta að allar þær álögur, sem hvíla eins og nefgjöld á mönnum, falli á v.innuna. Sú ályktun er dregin af því, að yfirleitt hefir allur þorri manna v i n n u- k r a f t sinn að auðsuppsprettu, og því hljóta þær álögur, sem falla jafnt á alla, að hitta fyrst og fremst þann tekjustofn, sem allir hafa yfir að ráða. En nefskattur geta talist allir tollar á nauðsynjavöru, eða vöru, sem allir kaupa tiltölulega jafnt af, en með slikum tollum er fullur helmingur af hinum eiginlegu landssjóðsálögum tekinn1). Um toll af munaðarvöru (tóbaki, öli 0. fl.) verður síð- ur sagt hvernig hann komi niður, því kaup á slíkum vörum eru engum reglum háð. Hinar aðrar skattálögur falla að mestu leyti á »kapi- talið«, þ. e. eru miðaðar við það. Þannig leggj- ast útflutningsgjöld 0g lausafjárskattur á í beinu hlutfalli við framleiðsluna. Þó ábúðarskatturinn sé miðaður *) í flokknum undir 2. a. (tollar af nauðsynjavöru) eru taldir kaffi- og sykurtollur og vörutollur, en getið skal þess, að tollur af sum- <nn vörutegundum (s. s. kolum, salti 0. fl.) legst ekki að öllu ieyti á sem nefskattur, en hann nemur lika tiltölulega litlu. Aftur má benda á ýmsa aðra nefskatta, s. s. sóknargjöld, sýslusjóðsgjöld 0. fl., en þau eru ekki tekin inn á þetta yfirlit.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.