Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 55

Skírnir - 01.12.1917, Page 55
Skirnir] Þjóðfélag og þegn. 38» skattar á viðskifti raanna — er velt yfir á vöruverð og geta því komið fram sem dulklæddir óbeinir skattar1). Þó verður það aldrei að öllu leyti, og getur því verið tiltölu- lega heppilegt að hafa sumar slíkar starfsgreinar lítilsháttar að skattstofni, ekki sízt ef rekstur þeirra krefst mikilla trygginga. Réttara mun þó, að bein vöruútvegun sé á engan hátt höfð að tekjustofni nema til reksturs og trygg- ingar landsverzluninni sjálfri. Yfirleitt myndi heppilegra, að sá skattálöguréttur á allan almenning, sem einstakir menn hafa tekið sér með vöruverzlun og vöruumboðum, væri að engu gerður af vöru kaupendum sjálfum, með því að stofna til eigin félagsverzlana, nema þá um það, sem stjórnarvaldaleiðin væri tryggari til að mæta yfirdrotnun vöruuppkaupahringa (trusts). Yfirstandandi styrjaldartími ætti líka að hafa sýnt mönnum, svart á hvítu, hve mikið traust og hald er í verzlunarstéttinni, er á herðir2). Þó hún hafi notað hinar breyttu viðskiftaástæður til að græða offjár (líklega svo mörgum miljónum skiftir) á viðskiftum landsmanna, hefir þjóðina samt skort ýmsar nauðsynjavörur, sem sízt verður úr bætt með framleiðslu landsins, svo að lokutn hefir landsstjórnin orðið að skerast í leikinn. Bendir alt þetta til, að nauðsyn g e t i verið á,, að stjórnarvöld hafi beinni afskifti af vöruverzlun en hingaðtil, einkum á sérstökum vörutegundum. Nú hefir verið bent á ýms einkaréttindi (monopol)r sem þjóðfélagið ýmist hefir veitt sér eða getur veitt sér og starfrækt hvort lieldur er með því rnarkmiði, að starfs- greinin rétt »beri sig«, eða þá til þess að hafa hreinar tekjur af, ef það þykir hlýða. Þetta visar einmitt leiðina til þess, h v a r o g J) Þannig verða vitagjöldin til að skapa hærri farmgjöld (fragt) — mikill simakoslnaður krefst meiri vöruálagningar o. s. frv. *) Þessum nmmælum er ekki heint sérstaklega að islenzkn verzlunarstéttinni. Yfirleitt hafa verzlunarstéttir allra rikja (einkum hinna hlutlausu) skapað sér ámæli fyrir framkomu sina undir ófriðnum. Hefir það leitt til ýmsra takmarkana og fyrirskipana frá löggjafanna hálfu (shr. hámarksákvæ5in og verðlagsnefndina hér).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.