Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 59

Skírnir - 01.12.1917, Side 59
Skírnir] Þjóðfélag og þegn. 393 - g i 1 d i, þegar aðstreymið óx og sýnilegt var, að það myndi albyggjast. Með öðrum orðum: verð á landi, án tillits til bygg- inga og umbóta, stendur í beinu hlutfalli við þéttbýlið, og þó réttara sagt, eftirspurnina, því sumstaðar er ekki eins þéttbýlt og eftirspurnin segir til, af því umráða- menn landsins gefa ekki kost á landinu til afnota, eða þá með óaðgengilegum kjörum. Þessi staðreynd, að mikill hluti af öllu landverði skapast við eftirspurn alþjóðar, er tákn þess, að ekki getur framar einn en annar sannað eignarrétt sinn á þ e i m hluta landsverðsins, né þeirri verðhækkun, sem á eftir að koma fram af sömu orsökum. — Sá hlutinn er að réttu lagi félagseign, af því hann er myndaður af þjóðfélaginu, ekki eingöngu af því það er r í k i, heldur og samsafn einstaklinga með til- tölulega sameiginlegum áhugamálum og verkefnum, sem bundin eru við þetta land, og þá eðlilega fremur við einn stað en annan, sem af þeim orsökum stígur þá í verði fremur hinum. Á hinn bóginn á sú verðaukning, er hver einstaklingur myndar sérstaklega með eigin umbótum ár landinu, að vera hans óskert eign. En hvorugt þetta á sér stað með núgildandi skipulagi, því félagsmynd- aða verðaukningin rennur óhindrað i vasa landeigend- anna, eins og þeir hefði skapað hana einir, og f r a m- taksmyndaða verðaukningin gefur þeim tilefni til að krefjast hækkandi landsskulda af leiguliðunum, sem hana hafa framleitt hver eftir annan með ýmsum um- bótum. En framvegis eiga kröfur þjóðfélagsins og þegnsins — þessara tveggja málsaðila hvors til annars — að vera settar hlið við hlið á þann hátt, sem náttúrlegt réttlæti segir til. Krafa einstaklingins er að fá fullan arð verka sinna og eigna, og með sama rétti getur þjóðfélagið ætlast tilj að það fái arð af því verði, sem það gefur landinu á hverjum stað. — Hér heíir verið sýnt fram á, að sá arður rennur beint eða óbeint í vasa einstakra manna — landeigendanna —, svo þó þjóðfélagið kræfi þá

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.