Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 62

Skírnir - 01.12.1917, Page 62
396 Þjóðfélag og þegn. [Skirnir vextir lækkuðu af ýrasum orsökum, sem hér er ekki rúm til að gera grein fyrir. Yrði það talsverður hnekkir ýms- um slíkum »monopolum«, jafnframt þvi, að mörg þeirra,. sem styðjast við, eða jafnvel grundvallast á jarðeignarétt- indum, yrði að gjalda skatt af þeim. En eins og bent hefir verið á, verður að vinna á móti þeim með öðrum vopnum en skattálögum yfirleitt, en taka þau heldur þeim- sérstöku tökum, sem við eiga í hvert skifti, og á hverjum- stað, með hliðsjón af hvar rætur þeirra liggja. ji; * * Sú ályktun, sem dregin verður at'þeim forsendum, sem' hér hafa verið bornar fram, lilýtur því að verða á þá leið, . að framvegis beri fyrst og fremst að stefna að því að fella niður allar álögur á neyzlu manna, lífsþarfir og viðskifti, og leggja jafnframt smámsaman niður að liafa framleiðslu manna og framtak að skattstofni. Tekjujöfnuðurinn sé jafnóðum fenginn með auknum álögum á þau forréttindi* og einkaréttindi til sameiginlegra þjóðfélagsgæða, sem sýnt- hefir verið fram á að eru í einstakra manna höndum. Með því einu móti geldur hver og einn til opinberra1 þarfa (leiguliðar gegnum landeigendur) í réttu hlutfalli við þau afnotaréttindi, sem honum eru í hendur lögð,- án tillits til þess hvernig hann notar þau, og það er sá- eini grundvöllur, sem gefur þjóðfélaginu siðferðisleg- a n rétt til gjaldheimtu af einstaklingnum, þvi það er í> eðli sínu ekki s k a 11 u r, heldur 1 e i g a af þeirri eign, - sem sýnt hefir verið fram á, að þjóðfélagið, sem slíkt, hefir skapað, og á því fullum rétti. Á þann hátt er engum óréttur ger með handahófs-skattnámi í þá eign, sem hann' hefir u n n i ð sér inn, án þess að taka nokkuð frá öðrum, og jafnframt er stefnt að þvi, að r é 11 u r þ j ó ð f é 1 a g s- i n s — réttur heildarinnar — sé ekki fyrir borð borinn. Að lokum skulu dregnar saman í eitt þær tillöguiy. sem beinlínis eða óbeinlínis hafa komið fram í ummælum þessarar greinar. En eins og annað sem á að eiga sér vaxtarvon, þurfa þær að spretta og þróast upp úr því ' ástandi sem fyrir er, en kippa ekki með einu átaki þeinr'

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.