Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 63

Skírnir - 01.12.1917, Page 63
'-Skirnir] Þjóðfélag og þegn. 397 ^stoðum undan, sem skakt eru settar undir þjóðfélagsbygg- inguna, því þá hrynur fleira en til er ætlast. Því munu þær meira miðaðar við það, að hverju b e r i að stefna, ^en hitt, hve miklu fengist áorkað með þeim í bráð. En tillögurnar verða á þessa leið: 1. Að skattalöggjöfin sé tekin til alvarlegrar ihugunar af þingi, stjórn og þjóð. 2. Að allar breytingar á því sviði stefni að þvi, að nema burtu neyzluskatta (tolla) og aðra óbeina skatta, og enn- fremurþærálögur,sem miðast við framleiðslu manna. Sé gengið á að afnema eða takmarka skattana sem mest eftir þessari röð: a. Sykurtollur b. Vörutollur c. Kaffitollur d. Útflutningsgjöld (almenn) e. Tóbakstollur og aðrir munaðarvörutollar. 3. Að loknu fasteignamatsstarfinu séu hinir sérstöku skattar af ábúð, lausafé og húsum afnumdir, en í þeirra stað sé af landeigendnm krafist hundraðsgjalds af öllu félagsmynduðu verði lands, og annara náttúru- gæða, og nemi gjaldið fyrst 1%, en fari hækkandi, með tilteknu millibili, um V2 °/0 í einu, þar til fullri leigu nemur. 4. Atvinnugreinar þær, er hið opinbera rekur á eigin ábyrgð: (póst- síma- vita- samgöngumál o. s. frv.), hafi aðskilinn fjárhag, hver um sig, og gjaldtaxtar þeirra miðaðir við, að hver starfsgrein beri sinn kostn- að, og til jafnaðar þau útgjöld, sem viðhald hennar og umbætur hafa í för með sér, en leggi ekki að öðru fram fé til almennra þarfa. A meðan skattar eða afgjöld af jarðeign og öðrum einkaréttindum, ásamt ýmsum aukatekjum, svo og eftirstöðvum hinna hverfandi skatta, vega eigi á móti átgjöldum landssjóðs, sé. úr því bætt á þann hátt: a. Að breyta núgildandi tekjuskatti i eignaskatt og tekjuskatt af atvinnu. Sé goldinn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.