Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 64

Skírnir - 01.12.1917, Page 64
398 Þjóðfélag og þegn. [Skfmií - skattur af skuldlausri eign, þá er hún nær tilteknu' marki, en með þeim undanþágum, er sérstök laga- ákvæði setja þar um. Lágmark skattskyldra at- vinnutekna sé fært upp eigi minna en svo, að komi móts við meðaltal af launum opinberra em- bættismanna. Fari hundraðsgjaldið mjög hækkandi með• vaxandi tekjum og eignum. b. Að hækka ýms stig erfðafjárskatts, einkum á stórum örfum. c. Að leggja allhátt útflutningsgjald á síld, eða taka einkarétt á verzlun hennar í landsins hendur (sbr. neðanmálsgrein á bls. 388). 6. Sveita- bæja- og sýslufélögum sé með lögum ákvarð- áðir skattstofnar, í samsvörun við skattaskipulag landsins. 7. Við Háskóla íslands sé stofnaður kennarastóll í þjóð- megunarfræði (Nationalökonomi). * * * Eins og áður er sagt, eru þær tillögur, sem hér eru bornar fram, þannig lagaðar, að þess er ekki að vænta, að þær nái fram til sigurs í einu hendingskasti. Fyrst og fremst brjóta þær svo bág við ýmsa ríkjandi hjátrú í þjóðhagsmálefnum, að hugsunarháttur manna þarf að breyt- ast, göfgast og hækka, til þess þeim vinnist alment fylgb og þessvegna þarf þjóðin að sjá verkanir þessarar stefnu hægt og hægt, en ekki með neinni allsherjarbyltingu. Með því er von til, að hún læri að meta kosti hennar, og þess grundvallar, sem hún byggist á, því eins og það er satt, sem spakur maður heflr sagt, að »það eitt hefir varan- legt gildi, sem er rétt«, eins eiga þær einar tillögur fram- tíð fyrir höndum, sem ganga upp í samnefnara allra sannra framfara, sem er réttlætið. En þó langt kunni að vera í land, er tími til kominnr að ákveða stefnuna og marka fyrstu sporin. J. Gauti Pétursson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.