Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 72

Skírnir - 01.12.1917, Page 72
406 Stúlkan brjóstveika. [Skirni A sumarkvöldin saztu oft við sjávarmálið ein og augum leiddir öldusog við ægi-barinn stein. — Og jörð og himinn urðu eitt hjá endimörkum dags, er rökkvi kvöldsins vestur vék '<■■ að viðum sólarlags. Á haustnóttum þú horfðir enn á hafið kvöldin öll. ■Og sjóinn baðstu að sækja þig í sína kristalshöll. — En enginn kom, og ein þú sast við Ægimeyja gráð. Og fjöllin urðu fönnum rend og foldin mjöllum stráð. V. Það vildi til á vetrartið, í veðra skyndi-gjóst, að veiki þín kom loks í ljós og leið þér fyrir brjóst; er setið hafði sína tíð við sinn hinn dulda keip, í einni svipan á þér Vann og yfirtökin greip. ■Og vetrarnepjan fór um fold að færa sanninn heim, eg bláan fölva bar til þin •og býtti höndum tveim.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.