Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 79

Skírnir - 01.12.1917, Side 79
Skirnir] Ptúlkan brjóstveika. 418 Eg fylgdi þér á fremstu nöf í fjaðralausum hjúp, og fótum stakk í fjörumál við falins tíma djúp. Og eilíf þögnin að þér laut við aftanroða glóð, og birgði þig í barmi sér. Hún ber þig nú i sjóð. IX. i>ó vöngum sínum velti jörð og verði stundum dimt og birti aftur, brosi sól og blási síðan grimt, þó ýmsu viðri út í frá og ýmsu blási um mig: úr mínum huga máist ei hið minsta orð um þig. Við sáumst, þegar sólin gekk úr suðri út í haf, og aftanroði eldi brá í yzta skýjatraf. Og þú varst cins og sóiin sjálf um sumars dýrðar kveld, en undir gömlum héluham eg liuldi sjálfs mín eld. Og önnum var eg orpinn þá, með eirulausan fót, a,ð elta skugga alla leið i yztu dægra mót.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.