Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 83

Skírnir - 01.12.1917, Side 83
‘ Skirnir] Þingstaðurinn undir Valfelli11. 417 ■ (sem nú heitir) vestan Gljúfrár, sem menn hafa alment álitið til þessa, að só sami staðurinn og )>undir Valfelli«. Þar var þingstað- urinn mjög óhaganlega settur fyrir flesta, og hefir því (líklega { 'byrjun 11. aidar) verið fluttur aftur nær miðju og settur í nesið, sem var þá milli Þverár og Hvítár. Hvítá brauzt í gegnum nesið, ■ og myndaðist þá Stafholtsey; hefir það orðið fyrir ca. 1140; var þingið síðan haldið í eynni, en þó jafnan kent við Þverá. Því verður varla neitað, að þingstaðnrinn hefir verið harla út úr þá fáu áratugi, • er hann var á Þinghói, en mjög miklu verra hefði verið að hafa hann fyrir vestan Langá eða enn vestar, svo sem á þeim stað fyrir vestan Urriðaá, sem síra E. F. á við. Slík ráðstöfun hefði verið alveg óskiljanleg og óþolandi fyrir flesta þingunauta. Höf. segir ennfremur : »Á vestri bakka Urriðaár, í hlíðarrótun- um, þar sem áin kemur niður úr brattanum, hefir mór verið bent á mjög forniegar rústir, er þau munnmæli fylgdu að vera mundi þingstaðurinn forni undir Valfelli.« Sá er fyrstur tók eftir þessum ))rústum«, að því er kunnugt er, var sóra Haraldur Níelsson, núverandi prófessor í guðfræði; hann ólst upp á Grimsstöðum og tók í æsku eftir því, að þúfnahvirfing ein, rétt fyrir ofan götuna og skamt fyrir vestan Urriðaá, var meira áberandi en smáþýfið umhverfis, og kom til hugar, að þarna hefði einhvern tíma verið eitthvert mannvirki. Er hann síðar fór að at- ihuga frásögnina um ferð þeirra Þorsteins Egilssonar tll þingstaðar- 'Os undir Valfelli og virtist orðalag sögunnar benda til, að sá þing- ataður hefði verið einhvers staðar nálægt Grenjum, kom honum til hugar, að þúfnahvirfingin einkennilega væri leifar fornrar þingbúðar- tóftar, og þingstaðurinn hefði verið hór, og'lét þessa hugmynd í Ijósi við sóra E. F. Þessi voru nú munnmælin um þingstað þarna, °f? að Grímsstaðamúli og Grenjamúli væri Valfell var ekki annað ®n agizknn, studd við þessa hugmynd. — Eg var á ferð þarna 20. ag- síðastl. og athugaði þessa þúfnahvirfing, fyrst með Jóni bónda Guðmundssvni frá Valbjarnarvöllum, er kannaðist vel við hugmynd 8®ra Haraldar og þúfnahvirfinguna, því að hann hafði verið þarna áður með séra E. F.; síðar sama dag skoðaði eg hana með sóra Haraldi og Hallgrími bróður hans, bónda á Grímsstöðum. Til að s3a líkist hún einhverjum mannvirkisleifum, en þó sóst hvergi nein tóftarlögun, og þúfurnar eru allsendis óreglulegar og eins og þýft 8erist. Gróðurinn bendir á lausari eða hreyfða mold. Við grófum þessar þúfur á tveim stöðum, þar nálægt sem helzt mátti vænta oaflhlaða, ef verið hefðu. Moldin virtist vera hreyfð, og innan um 27

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.