Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 84

Skírnir - 01.12.1917, Side 84
418 Þingstaðurinn undir Yalfelli11. [Skirnir: hana voru nokkrir steinar, er virtust hæfilegir hleðslusteinar, en þó-' varð hvergi vart neinnar hleðslu eða neins, er sýndi, að þar hefðu* veggir verið hlaðnir. Orlitlir viðarkolamolar fundust vestast í þúfna- hvirfingunni, og kann hér eitthvað hafa verið átt við kolagerð eða farið með eld, en hrískjörr eru hór alt umhverfis. Það virtist ekki> ná nokkurri átt, að hinn einkennilegi, grænni, gróður á þúfum. þessum, sem virðist koma af því, að jörð befir hór verið hreyfð,. stafi enn í dag af því, að hór hafi verið losað um jarðveg fyrir 9 ' öldum síðan, heldur hlýtur hann þá að stafa af miklu yngra jarð- raski. Það sýnir gróður á fornum tóftum annarstaðar í líku lands- lagi. — Það verður heldur ekki með vissu séð, að hér hafi nokkru sinni tóft verið, og umhverfis verður hvergi vart tóftaleifa né neins slíks; það fullyrtu þeir bræður báðir, og hvergi gat eg komið auga á neitt slíkt. í rauninni er því ekki neitt, sem bendir til að h ó r hafi verið þingstaður nokkru sinni. Um það, hvort frásagnirnar í sögu þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu og í sögu Egils Skallagrímssonar gefi mönnum nokkra ástæðu til að ætla, að vorþingstöð Borgfirðinga hafi um eitt skeið' verið vestar en á Þinghól eða vestur hjá Grenjum, skal hér talað í. fæstum orðum. — Yiðvíkjandi orðalagi hinnar fyr nefndu sögu skal- það tekið fram, að ekki er óhugsandi, að Valfell hafi verið heiti á öllum hæðaklasanum fyrir vestan Gljúfrá, eða söguritarinn álitið það, og því orðað svo sem hann gerir; en próf. B. M. Ólsen hefir látið það álit sitt í ijós (í ritg. um Gunnl.s. 1911), að orðin »u p p u n d i r Y a 1 f e 11« í seinna skiftíð hafi verið sett inn sem innskot á skakkan stað, á eftir orðunum »e r þ e i r k o m a«, þar sem þau orð standa í fyrra skiftið, í stað þess, að þau áttu að koma inn á eftir sömu orðum, þar sem þau standa í seinna skiftið. Slík leið- rótting er mjög sennileg og kæmi alt vel heim, ef svo stæði; því að það var ekki óeðlilegt nó óskiljanlegt, að Þorsteinn færi fyrst vestur að Grenjum; sagan greinir einmitt ástæðuna og alla mála- vexti, getur um og skýrir þennan krók, þótt það komi aðalfrásögn- inni (um drauminn) ekki beinlínis við. Annars virðist þessi leiÖ Þorsteins koma einkennilega vel heim við þá leið, sem hann er látinn fara í frásögninni i Egils sögu um það, hversu hann fókk forðast fyrirsát Steinars við Einkunnir (83. k.), svo undarleg sera sú leið virðist nú vera. Séra E. F. segir, að það só »sýnilegt af frásögninni, að hann (Þorsteinn) ríður niður með Langá, svo kall- aðan Grenjadal«, og að það hafi legið »lang beinast við frá glrð- ingunni á Grísartungu«. Þetta virðist ekki koma vel heim við það,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.