Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 85

Skírnir - 01.12.1917, Page 85
Skirnir] ,Þingstaðurinn undir Valfelli“. 4191 sem fyr og síðar hefir verið sagt um leifar garðlags þessa á Grísar- tungu, sem Þorsteinn kom frá, sbr. Árb. Fornlfól. 1886, bls. 3, og sem kemur vel heim við frásögnina um, að Þorsteinn hafi verið kominn »gegnt þingstöð«, er íri hljóp í móti honum, ef þingstöðin var á Þinghól við Gljúfrá, eins og söguritarinn sýnilega gefur í skyn, að verið hafi í frásögninni um þinghaldið, er Egill lauk upp 8ættargerðinni milli þeirra Steinars og Þorsteins samsumars. Að Þorsteinn hafi farið fram hjá Þinghól frá garðlaginu, hafi það verið þar, sem bent hefir verið á, er eðlilegt, en hitt er undarlegra, að því er nú sýnist, að hann síðan skuli vera sagður ríða »suður um mýrar fyrir ofan Stangarholt«, og að Steinar skuli sagður sitja fyrir honum við Einkunnir; og því undarlegra virðist, að Þorsteinn skuli fara þennan krók, vestur að Stangarholti, þar sem hann ræður það af austur við Gljúfrá, að fara ekki niður hjá Einkunnum. Sögu- ritarinn lítur sýnilega svo á, að Þorsteinn hafi ætlað sjálfsagða og vanalega leið, en farið mjög út af henni, er hann fór til Ölvalds- staða. Þessa leið hefir hann átt að fara, er hann fór fám árum, sfðar upp að Grenjum og þaðan til þingstaðarins undir Valfelli (Gunnl.s.), en r.ú er þessi leið ekki farin milli Þinghóls og Borgar. — En þótt menn vilji nú álíta, að garðhleðslan og þingstöðin hafl verið miklu vestar en við Gljúfrá og Þorsteinn riðið ofan Grenjadal, elns og séra E. F. álítur, þá kemur það illa heim, að hann hafi verið kominn »gegnt þingstöð«, er íri hitti hann, og þingstöð þessi hafi verið fyrir vestan Langá og Urriðaá, og Grenjamúli, bærinn að' Grenjum og alt það svæði umhverfis verið í milli; það hefði verið barla undarlega að orði komist að segja þá um Þorsteinn, að hann væri kominn gegnt þingstöð þeirri, hvar sem hann svo var á þeirrl leið. En »engin munnmæli né menjar eru til, sem heimili að hugsa 8eri að hér só um einhvern þriðja stað að ræða«, segir sóra E. F. réttilega. Og þarna við Urriðaá eru heldur hvorki menjar né munn- ’T'œli, sem heimila að hugsa sór, að þar hafi nokkru sinnni verið. Þingstöð. Reykjavík, 1. sept. 1917. Mattliías Þórðarson. 27*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.