Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 86

Skírnir - 01.12.1917, Page 86
Ritfregnir. Líf og dauði. Þrjú erindi eftir Einar Hjörieifsson Kvaran. fteykjavík. Útgef. Þorst. Gíslason. MCMXVII. Á síðustu tólf árum hefir oft heyrzt talað um »rannsókn dul- arfullra fyrirbrigða« hór á landi. Meun hafa skipzt í flokka um •málið og einatt lent í œsingum út úr því, bæði við sókn og vörn. Einkanlega voru aðfarir andstæðinga málsins fyrst framan af þess eðlis, að þær eru gott dæmi um það, hvernig e k k i á að rita eða tala um jafn-alvarlegt og mikilsvert mál, sem þetta er. Mikil breyting hefir orðið síðan á afstöðu manna til þess, og sórstaklega er það auðsætt, að hvimpni almennings við það er að róna. Menn •eru farnir að venjast því. Nafnið »dularfull fyrirbrigði« er ekki allskostar hentugt. En flestir munu fara nærri um, hvað átt er við með því, þó að búast megi við, að sumum detti helzt í hug »hoppandi borð« eða nornin í Endor, er þeir heyra á það minzt. Og hvorttveggja má til sanns •vegar færa. En með »dularfullum fyrirbrigðum« er átt við margt, sem þó er skylt. Er það helzt þetta tvent: 1. Áður óþektir hæfileikar mannssálarinnar og starfsemi þeirra. Má þar til nefna f j a r h r i f (telepaþía). 2. Starfsemi sú, sem fram fer hjá einstaka manni (miðli), í sórstöku ástandi meðvitundarleysis (trance), og venjulega kveðst eiga rót sína að rekja til framliðinna manna. Starfsemi þessi grein- ist aftur í tvent a) ósjálfrátt tal og ósjálfráða skrift, og b) hrær- ingav efnislega hluta, »holdganir«, ljós, raddir o. fl. fyrirbrigði, sem eigi sýnist mega skýra með þektum náttúrulögum, og venjulega er haldið fram, að stafi frá »öndum«. Hverju má nú trúa? Hvað langt er þessi rannsókn komin? Þannig Bpyr fólk að vonum, þ. e. a. s. þeir, sem eru ekki fyrir fram búnir að taka afstöðu til málsins.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.