Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 87

Skírnir - 01.12.1917, Page 87
Skirnir] Ritfregnir. 421! Því rná í fyrsta lagi svara svo, að nú orðið er enginn ágrein- ingur um það meSal þeirra, er þessi mál hafa rannsakaS, aS fyrir- brigðin gerist. AuSvitað er nauðsyn aS athuga 1 hvert skifti, hvort eigi só um svik að ræða. Falskir peningar eru einnig til. En sú heildarskyring, að fyrirbrigðin só svik og misskynjanir, sem t. d„ kemur berlega fram hjá próf. Alfr. Lehmann við Hafnarháskóla (f riti hans »Overtro og Trolddom«), er nú kveðin niður. Sömu skýr- ing á líkandegu fyrirbrigðunum gefur einnig Frank Podmore, ensk- ur sálarrannsóknamaSur (í riti sínu »Modern Spiritualism«, London 1902), en hann er á hinn bóginn sannfærður um veruleik fjarhrifa, sem Lehmann einnig neitaði í áöurnefndu riti; til þess að forðast þau fann hann upp þá tilgátu, að »ósjálfrátt hvísl« gæti útskýrt alt það, er sumir töldu benda á fjarhrif. Áður en eg fór frá Höfn, vissi eg þó til, að Lehmann var orðinn trúaður á tilveru fjarhrifa. Gangurinn er yfirleitt þessi: Fyrst er fyrirbrigðunum neitað; fjarhrifum og öðru. Svo er játað, að fjarhrif só til, en þau, ásamt »undirvitundinni«, notuð til þess að forðast anda-tilgátuna. En þessi undirvitundarkenning á aðallega rót síua að rekja til eins helzta enska sálarrannsóknamannsins, Fred. Myers, í sambandi viö nýrri rannsóknir á skiftingu eða klofningi persónuleikans. Myers var sjálfur sannfærður um samband við framliðna menn og undirvitundarkenning hans einn liður í kerfi því, er hann bjó til fyrir andlegu fyrirbrigðin. Líkamlegu fyrirbrigðin átti hann ekki V|ð að setja í kerfi, euda hefir Sálarrannsóknafólagið enska lítt gefiö 81g að þeim, en auðséð er, að hann hefir í því efni verið yfirleitt sammála spiritistum. Eu kenning hans um undirvitundina hefir °g sætt andmælum, þótt þess sé nú sjaldnast getið, og mjög verið efazt um, að undirvitundin hefði þá undra-eiginleika til að bera, sem Myers hólt fram (sjá t. d. Boris Sidis dr.: The Psychology of ^uggestion) — hvað þá, að hún só almáttug, eins og sumir virð- ast ætla. Rannsókn dularfullra fyrirbrigða er ákaflega flókið mál, enda enn svo að segja á byrjunarskeiði. Er því eigi fullnaðarúrslita að- vœnta, eða sauifelds heildarkerfis. Þó mun óhætt að segja, aö ymislegt hefir þegar unnizt. I fyrBta lagi, að fyrirbrigðin gerist. I öðru lagi, að þau sýni og sanni ýmsa undraverða hæfileika maun- legrar sálar. Um þetta tvent má telja þá alla samdóma, sem lagt ^afa stund á rannsóknitnar. Og f þriðja lagi telja margir, mjög ^uargir af þeim, er athugað bafa fyrirbrigðin árum saman, þaö

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.