Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 89

Skírnir - 01.12.1917, Side 89
'"Skirnir] Ritfregnir. 423 Og hugsa má, að líkt só á komið um framliðna menn og samband 'þeirra við jarðheima. Og eru þá ótalin vandkvæði þau, sem stafa af því að þurfa að nota X>milliliði«, bæði hór og þar. Eg tel líklegt, að langt of snemt só að semja nú þegar nokkra >J>landafræði annars heims«, en það vill Lodge heldur ekki gera. Ttaymond segir að eins látlauat frá ýmsu því, er fyrir sig hafi borið ■ og játar vanþekkingu sína á mörgum hlutum. En þótt mór hafi löngum þótt trúlegust skoðun þýzka heimsspekingsins Carls du Prel, að ■ dauðinn só að eins ástandsbreyting, breyting á skynjunarmáta,og annar heimur þurfi ekki að vera fjarlægur þessum í rúmi, þá finst mór, að ■ mennirnir eigi að hl^^ða með hleypidómalausri athugun á frásögur þeirra, er nærri frétt segjast komnir um eðli lífsins eftir dauðann, þótteinkenni- legar virðist stundum. Þolinmóð rannsókn mun efalaust fræða mann- 'kynið æ meir um það, og hver einstaklingur getur sagt við sjálfan sig með nýrri merkingu: Qui vivra verra! Jakob Jóh. Smári. Kirkjan og ódanðleikasannanirnar. Fyrirlestrar og pródik- anir eftir llarald NTelsson, prófessor í guðfræði. Reykjavík 1916. Isafold — Ólafur Björnsson. í bók þessari eru fjórir fyrirlestrar og þrjár prédikanir eftir einn nafnkunnasta kennimaun landsins — mann, sem orðið ■'hefir fyrir mikilli reynslu um dularfull fyrirbrigði og fengið af benni staðfestingu á dýrmætustu sannindum trúar sinnar. Mun ■ margan fýsa að kynnast nánara kenningum hans, suma ekki hvað eiat, ef til vill, fyrir þá sök, að þær hafa verið gerðar að blaðamáli og valdið miklum deilum manna á meðal. Fyrsti fyrirlesturinn er um svipi lifandi manna og þar skýrt frá nokkrum dæmum þess, að svo virðist, sem lifandi oienn geti, sjálfrátt eða ósjálfrátt, »farið úr« líkama sínum um stund- arsakir, gerzt sýnilegir annarsstaðar, og stundum munað eftir á, ! hvað fyrir sig hafi borið. Fullvíst má telja, að þetta geti átt sór stað, — ' hvort sem sálin beinlínis flyzt til í rúminu, hefír áhrif í fjarlægðgegnum 'íúmið, eða getur um stund hafið sig yfir takmarkanir þess, og er það efðastnefnda þó óskiljanlegast — og styður það eigi lítið trúna á sjálf- etægi sálarinnar. Til gamans má benda á, að þetta var algeng trú í forn- meðal Norðurlandabúa, — og er enn meðal margra þjóðflokka —, fihr. orðið )>hamfarir« og söguna um Finna þá, er Haraldur konungur sendi til Islands, og fleiri líkar frásagnir í fornsögunum. Annar fyrirlesturinn fjallar um kraftaverkin fyr og n u. En aðalefni hans frásaga um dásamlega lækningu á fárveikri

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.