Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 93

Skírnir - 01.12.1917, Side 93
: 'Skírnir] Ritfregnir. 427 Það á fráleitt eingöngu við þann garð í huga G. G. Hann er ber- sýnilega oft í því skapi, að lífiö alt, tilveran öll er honum heilög. Og innan um þunglyndið og »eld minninganna«, sem viðsjált ■ er að leika sór að, innan um hugsanirnar um það, er hann varð fyrir töfrum, heyrði fagran söng fyrir söndum og lærði að skilja það, að »vandi er að sleppa heill úr tröllahöndum«, er bjartsynið takmarkalaust. Eg bendi að eins til dæmis á kvæðið, sem nefnt • er »Gesturinn«, og er eitt af fallegustu og tígulegustu kvæðum, sem til eru á íslenzku: Eg sá hvar hann kom neöan Djúpadal úr dimmunni’ að handan — á bleikum, með sfðhött, í síðólpu’, á bleikum. Hann bar þar dökkvan við dvergasal. — Og dísirnar gengu frá leikum. Allir geislar og allir fuglar lögðu á flótta. Drangarnir stóðu eins • og draugar á gægjum. Lyngið og grasið var sviðið, þar sem leið hans lá um. Gesturiun var kominn til þess>að finna skáldið. Horfurnar voru hinar ískyggilegustu. En þegar sólin brauzt fram, þá var sem úr álögum alt væri laust í eihfðar dýrðar-ljóma. ' Dg alt ummyndaðist — bæði gesturinn og alt annað. Langt mál mætti auðvitað rita um þessa bók og verður sjálf- sagt gert af einhverjum. Eg hefi ekki ætlað mór að gagnrýna ljóð ' Guðm. Guðmund8sonar — heldur að eins að vekja athygli manna á fallegri og elskulegri bók, sem vafalaust verður íslenzkum Ijóða- vinum til ánægju. E. H. K. Starfskrá íslands. Han<Jbók um opinberar stofnanir og starfs- wienn árið 1917. Gefin út af hagstofu íslands. Rvík 1917. VÍII + 160 bls, (Verð 2. kv.). Þetta er í fyrsta sinn, að hagstofan gefur út rit um þetta efni, • en áður hafa skrár yfir embættis- og sýslunarmenn komið út 10 sinnum. Reið Sigurður Hansen fyrstur á vaöiö og ritaði embættis- Wannatal á íslandi 1861, 1866 og 1870 í Skýrslur um landshagi á íslandi (III, 1—44; IV, 1—50; V, 1—50). Síðan liðu 20 ár, að ■ engin skýrsla kom út um þetta efni, nema yfirlit yfir skipun geist- legra embætta 1. nóv. 1879 eftir Magnús Andrósson (í Kirkjutíð-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.