Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 98

Skírnir - 01.12.1917, Side 98
432 Ritfregnir. [Skirnir og er tillaga hans; aS landið kaupi 4 strandferSaskip sem fari hring- ferðir kringum landiS, en á stœrstu flóum og fjörðum sóu látnir ganga stórir vélbátar. Landpóstar gangi svo frá helztu höfnum ■ upp í sveitir, en hringferðir pósta sóu lagðar niður. Yfirleitt sóu • samgöngur á sjó efldar á allan hátt, en ekki lagt út í járnbrautar- dagningu fyrst um sinn. Kemur þetta vel heim við skoSanir margra iiun að gera öllum hóruðum landsins jafnhátt undir höfði. Enn má inefna í þessu hefti ritgerð Sigurgeirs FriSrikssonar um póstsamband, |þar sem komið er meS tillögur um fyrirkomulag póstferða til sveita irneS hafnapóstum og sveitapóstum. I þriðja heftinu eru ýmsar veigamiklar greinar. Benedikt Bjarnason ritar um trygging búfjár meS heyfyrningasjóðum um land alt, Páll Zóphóníasson skvrir frá jarðarleigu og leiguliSakjörum fyr og nú, Benedikt Bjarnason ritar um ábúð og leiguliðarétt og synir fram á hin erfiðu kjör leiguliða, Jón Gauti Pótursson ritar um jþjóSjarðasölu og landleigu, óvenju vel ritaða grein, þar sem hann kemst aS þeirri niðurstöSu að afhenda eigi þjóðjarðir til lögfullrar eignar og umráSa, útborganalaust, en með leigutökurótti á þáver- andi verði jarSarinnar og jafnframt þeirri verShœkkun, sem í ljós kæmi í framtíSinni og væri fyrir tilverknað þjóSfólagsins. Hór viS mætti bæta að leggja skyldi leiguna í sjóS og nota hann — ef til- raunin tækist vel — til aS kaupa upp jarðir fyrir landssjóð og i.koma á þær samskonar ábúS. Auk þess stingur sami höf. upp á llandskatti í samræmi við Henry Gcorge. Slíkur skattur mun þó -varla vera framkvæmanlegur hór á landi fyrst um sinn nema þá i ikauptúnum eSa þar sem landið eða hóruðin leggja fram fó til at* vinnubóta. Síðast en ekki sízt má geta ritgerðar eftir Jón Sigurðs- son, »nýir straumar«, sem virðist vera einskonar heildaryfirlit yfir -kenningar þær, sem »Réttur« hefir haldið fram. »Róttur« er ádeilurit. Engin von er um, aS kenningar þær, - sem hann flytur, sigri baráttulaust. En þeir, sem aS honum standa, , munu vilja taka undir meS Björnsson: . . . fred er ej det bedste men at man noget vil. Héðinn Valdimarsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.