Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 4
við í dag. Við, sem nú skipum stétt lögfræðinga, hljótum að velta því fyrir okkur hvort við sinnum hlutverki okkar jafn vel og þeir gerðu. Getum við gert betur? Eigum við að gera betur? Erum við öflugir málsvarar í hagsmunastarfi fyrir stéttina okkar? Sýnum við frumkvæði? Getum við þróað og eflt starf félaga allra lögfræðinga enn frekar? Er ástæða til þess að lögfræðingar móti einn sam- eiginlegan, öflugan vettvang sem sinnir bæði fræðamálum og hagsmunamálum stéttarinnar í heild? Eigum við að líta til fyrirkomulags sem aðrar stéttir hér á landi, s.s. læknar, verkfræðingar eða viðskipta- og hagfræðingar, hafa mótað innan sinna vébanda? Læknar hafa skapað sterkan vettvang í Læknafélagi ís- lands enda þótt félagsmenn hafi aflað sér mjög mismunandi framhaldsmennt- unar erlendis og haslað sér völl í sérgreinum inni á opinberum sjúkrastofnunum, innan heilsugæslunnar eða sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Eiga prófess- orar, lögmenn, lögfræðingar sem starfa í verðbréfafyrirtækjum, trygginga- félögum eða öðrum einkafyrirtækjum, ráðuneytisstjórar, sýslumenn og dómarar eitthvað sameiginlegt? Geta þeir miðlað hver öðrum fróðleik og reynslu sem nýtist faglega og stéttarlega í senn? Eigum við að líta til fyrirmynda á öðrum Norðurlöndum, s.s. í Danmörku og Noregi, þar sem starfa mjög öflug heildar- samtök lögfræðinga? Getur sterkur sameiginlegur vettvangur og starfsemi haft þýðingu, sjáum við fyrir okkur að starfrækt verði öflug þjónustumiðstöð fyrir lögfræðinga hér á landi? Getum við eflt starfsemi okkar og t.d. fengið reglulega hingað til lands erlenda fyrirlesara, sett á fót starfsmenntunarsjóð og gert starf- andi lögfræðingum kleift að taka frí frá störfum í 1- 2 mánuði eða lengur til þess að sinna fræðastörfum og rannsóknum, tekið þátt í því að þróa og efla menntun lögfræðinga, m.a. með stuðningi við lagadeild Háskóla íslands? Eiga lögfræð- ingar að móta öflugan málsvara í grundvallarumræðu um lögfræðileg álitaefni í þjóðfélaginu og sýna þar frumkvæði og hafa áhrif á þróun sviðsins? Æskilegt væri að forsvarsmenn allra félaga lögfræðinga hugleiddu hvort ástæða sé til þess að sækja fram með þessum hætti. Ovíst er að allir deili hér sömu skoðunum eða komist að sömu niðurstöðu. Hitt er víst, þegar afstaðan er mótuð, að hafa ber að leiðarljósi hagsmuni þeirra sem félögin eiga að þjóna. Hér eiga ekki þeir einir að hafa áhrif sem sitja tímabundið í stjórnum félaga lögfræðinga. Varast ber að ganga út frá því að þróunin geti haft í för með sér að eitt félag verði innlimað í annað, að eitt félag standi uppi sem sigurvegari en önnur tapi. Grundvallarspumingamar eru hvort hugsanlegt sé að við getum þjónað hags- munum lögfræðinga betur og þá hvernig eða hvort núgildandi fyrirkomulag sé hið eina rétta. Ragnhildur Arnljótsdóttir 260
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.