Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 9
eftir Konrad Maurer, grein eftir Lárus H. Bjamason um fyrningu skulda og Handbók fyrir hreppsnefndarmenn eftir Klemens Jónsson. Meðal annars efnis voru ritfregnir, yfirlit yfir dóma í íslenskum málum og ýmsar smærri ritgerðir.4 Sem fyrr segir komu aðeins út fimm árgangar af þessu fyrsta lögfræðitímariti á Islandi. Um þetta framtak segir Olafur Lárusson í tilvitnaðri grein í Tímariti lögfræðinga: „Vér, íslenzkir lögfræðingar megum minnast Páls Briem með þakklæti fyrir þetta framtak hans, sem hefði getað orðið íslenzkum lögvísind- um til hins mesta gagns og eflingar eins og hann mun hafa vonað að það yrði“. Eftir að Lögfræðingur hætti að koma út birtust greinar um lögfræðileg efni í ýmsum tímaritum, svo sem Skírni og Andvara. Árið 1922 var stofnaður í Reykjavík sérstakur félagsskapur lögfræðinga og hagfræðinga um útgáfu tíma- rits sem bar heitið Tímarit lögfrœðinga og hagfræðinga. Á árunum 1923 og 1924 komu út alls sjö tölublöð en síðan ekki söguna meir.5 I rúma tvo áratugi eftir þetta kom ekkert tímarit út á Islandi sem sérstaklega var helgað lögfræðilegum efnum eða allt þar til Ulfljótur, tímarit laganema, hóf göngu sína árið 1947.1 fyrstu atrennu kom Ulfljótur út í þrjú ár. Hlé varð á út- gáfu blaðsins 1951, þ.e. árið sem Tímarit lögfrœðinga hóf göngu sína. Úlfljót- ur hóf síðan aftur að koma út árið 1952 og hefur komið út óslitið síðan.6 Var fimmtíu ára afmæli tímaritsins á árinu 1997 m.a. fagnað með útgáfu afmælis- rits sem hafði að geyma ritgerðir eftir alla fasta kennara lagadeildar auk viðtals við Þorvald Garðar Kristjánsson sem var aðal hvatamaðurinn að stofnun Úlf- ljóts. Þar birtist ennfremur grein um sögu ritsins eftir Ásmund Helgason, þáver- andi laganema. 3. TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 3.1 Aðdragandi Tímarits lögfræðinga og fyrsta heftið Hér að framan eru raktar tilraunir til að gefa út tímarit helgað lögfræðilegum efnum á Islandi. Hugmyndir um útgáfu lögfræðitímarits höfðu um alllangt skeið verið til umræðu innan lögmannafélagsins án þess að af framkvæmdum yrði. Voru margir á þeirri skoðun að útgáfa tímarits gæti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska lögfræði. Eins og fyrr er rakið hóf Úlfljótur göngu sína árið 1947. Kann það að einhverju leyti að hafa tafið fyrir því að lögmannafélagið réðist í útgáfu á sínu eigin tímariti. Það er síðan á árinu 1951, þegar Úlfljótur hætti tímabundið að koma út, að Tímarit lögfrœðinga hóf göngu sína. 4 Það sem hér kemur fram er aðallega byggt á grein eftir Ólaf Lárusson: „Lögfræðirit Páls amtmanns Briem“. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1956, bls. 129-133. 5 Ásmundur Helgason: „Stiklað á stóru í fimmtíu ára sögu Úlfljóts". Úlfljótur. 1. tbl. 1997, bls. 9-28, einkum bls. 12. 6 Um sögu Úlfljóts, sjá Ásmund Helgason, sbr. neðanmálsgrein á undan. Um þetta má einnig fræðast í riti Jóhannesar Sigurðssonar: Saga Orators. Reykjavík 1987. 265
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.