Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 12
lögfræðinga til að vera duglegri við að leggja tímaritinu til efni.11 Orð Theodórs voru ekki af tilefnislausu. I öllum heftum árganganna 1951-1953 leggur Einar Amórsson sjálfur til drjúgan meirihluta efnisins og lengst gengur þetta í 1. og 2. hefti 1953 þar sem hann leggur til allt efnið. Samkvæmt þessu hafa íslenskir lögfræðingar ekki verið sérlega ritglaðir á þessum árum. Er ljóst að fyrsti ritstjóri tíma- ritsins hefur sjálfur séð til þess að því yrði forðað frá „hordauðanum“ sem stjóm lög- mannafélagsins óttast svo mjög í ávarpi sínu í 1. heftinu. Frá og með árgangi 1957 minnkar tímaritið um því sem næst helming og aðeins koma út tvö hefti á ári. Helst þetta svo fram að árgang- inum 1972. A þessu tímabili eru árgangamir 108-170 blaðsíður auk auglýsinga. Minnstur er árgangurinn 1963, eða 108 blaðsíður. Tímarit lögfræðinga Ritntfnd: ARNI TRYCGVASON hœuartttardAmari OLAFUR LARUSSON priltuor ir. juru THEÖDOR B. UNDAL Acfitardttarlógmaiur Sk*ðabót»4byrcB I umbandl vl i: Bvjarþlng og ajúdómur Rrykjavlk REYKJAVIK — PRENTSMIÐJA AUSTURLANDS HF ForsíÖa 1. heftis Tímarits lögfrceðinga. Við upphaf ritstjórnartíðar Þórs Vilhjálmssonar 1973 stækkar tímaritið aftur í fjögur hefti á ári og stærð þess í blaðsíðufjölda fer nálægt því sem var á fyrstu árunum. Hafa síðan verið gefin út fjögur hefti á ári. Stærstir hafa árgangamir orðið nú hin síðari ár. Þannig er árgangurinn 1999 stærsti árgangur tímaritsins til þessa, eða alls 386 blaðsíður. Eins og fram hefur komið stóð Lögmannafélag Islands fyrir útgáfu tímarits- ins á fyrstu árum þess. Þegar Lögfræðingafélag Islands var stofnað 1958 þótti stjóm lögmannafélagsins sjálfsagt að hið nýja allsherjarfélag lögfræðinga á ís- landi tæki við útgáfu tímaritsins og hófust fljótlega viðræður milli félaganna tveggja um það. Varð úr að Lögfræðingafélag Islands tæki við útgáfunni frá og með upphafi árgangs 1960 og hefur félagið gefið tímaritið út síðan.12 í ávarps- orðum frá Lögmannafélagi íslands og Ármanni Snævarr, fyrsta formanni Lög- fræðingafélags Islands, í 1. hefti 1960 er fjallað um þessi tímamót. í ávarpsorð- um lögmannafélagsins er það rifjað upp að menn báru fyrir því nokkurn kvíð- boga að félagsmenn lögmannafélagsins gæfu sér ekki tíma til að rita í blaðið og reynslan hafi vissulega sýnt að sá kvíðbogi var ekki að ástæðulausu.13 í ávarps- orðum Ármanns Snævarr segir einnig að það muni á almannavitorði að ritstjór- ar tímaritsins fram að þessu hafi ekki átt sjö dagana sæla við öflun efniviðar. 11 Theodór B. Líndal: „Ávarp“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1954, bls; 1. 12 Sjá t.d. Davíð Þór Björgvinsson: „Ágrip af sögu Lögfræðingafélags íslands". Tímarit lögfræð- inga. 4. hefti 1998, bls. 258-278, einkum 269-270. 13 „Ávarpsorð frá Lögmannafélagi Islands". Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1960, bls. 1-2, einkum bls. 1. (Undir ávarpsorðin rita tveir stjórnarmenn í félaginu, þeir Lárus Jóhannesson formaður og Ágúst Fjeldsted varaformaður). 268
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.