Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 26
6. ÞÝÐING TÍMARITS LÖGFRÆÐINGA - FRAMTÍÐIN Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Tímarits lögfræðinga í tilefni af því að á árinu 2001 eru fimmtíu ár síðan það hóf göngu sína. Tímarit lögfræðinga hef- ur fyrir löngu slitið barnsskónum og víst má telja að það sé komið til að vera. Enginn vafi leikur á að ritið hefur frá upphafi, ásamt Úlfljóti, tímariti laganema, verið mikilvægasti vettvangurinn fyrir lögfræðilega umræðu á Islandi. Áherslur þessara tveggja tímarita eru að nokkru leyti ólíkar. Tímarit lögfræð- inga flytur, eðli málsins samkvæmt, meira af fréttum sem varða lögfræðinga- stéttina sjálfa, félög þeirra o.s.frv., en Úlfljótur leggur áherslu á málefni sem varða stúdenta við lagadeild sérstaklega. Að því leyti er Tímarit lögfræðinga tvímælalaust mikilvægasti vettvangurinn fyrir umræðu um málefni lögfræð- ingastéttarinnar. Þegar aftur á móti kemur að því að meta þýðingu þessara tímarita fyrir fræði- lega og almenna umræðu um lögfræðileg málefni er ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra. Þótt ekki hafi verið gerð sérstök rannsókn á þessu er það mín skoð- un, sem byggð er á eigin reynslu af þessum tveimur tímaritum og lestri þeirra greina sem þar hafa birst á síðustu árum, að ekki sé merkjanlegur munur á fræðilegu gildi einstakra greina sem birtast í Tímariti lögfræðinga annars vegar og Úlfljóti hins vegar. Stafar þetta fyrst og fremst af því að það er að nokkrum hluta sama fólkið sem á hverjum tíma skrifar í þessi tvö tímarit þótt greinar eft- ir laganema séu eðli málsins samkvæmt fyrirferðarmeiri í Úlfljóti. Þá er önnur ástæðan sú að í hvorugu ritinu hefur mótast sú hefð að ritrýna aðsent efni með tilliti til fræðilegs gildis þess. Af þessum sökum er efnið mjög misjafnt að bún- ingi frá fræðilegu sjónarmiði. I báðum tímaritunum blandast fræðilegt efni sam- an við annað sem síður fullnægir þeim kröfum sem víða í erlendum tímaritum eru gerðar til slíks efnis. Að því er Tímarit lögfræðinga varðar hafa þessar hefð- ir eflaust fyrst og fremst myndast vegna þess að helsta vandamálið í útgáfu þess framan af var að fá menn til að skrifa í það. Ritstjóra og ritnefnd var því erfið- ara um vik að ritrýna efnið, og eftir atvikum að hafna því, en annars hefði ver- ið. Á síðustu árum hefur aðstaðan að þessu leyti breyst verulega. Efnisöflun er nú mun auðveldari en áður og þurfa höfundar nú stundum að bíða eftir að fá efni sitt birt. Með þessu ættu að skapast aðstæður til að ritrýna aðsent efni í frekari mæli en hingað til hefur verið gert og auka þar með gæði þess efnis sem birt er sem fræðilegt efni. Þannig mætti hugsa sér að greinar fáist aðeins birtar sem eiginlegar fræðigreinar að þær hafi verið sérstaklega ritrýndar og mat lagt á fræðilegt gildi þeirra. Mun þetta án efa verða tímaritinu til eflingar. Þetta ber ekki að skilja svo að tímaritið geti ekki einnig verið vettvangur fyrir almennari umræðu um lögfræðileg efni heldur aðeins að auka verði kröfur til þess efnis sem ætlað er að hafa fræðilegt gildi. 282
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.