Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 33
því í ritgerð þessari oft vitnað til norskra fræðirita til skýringar á texta hinna nýju laga. Lög nr. 50/2000 munu hafa í för með sér margvíslegar breytingar á íslensk- um kauparétti, og á það ekki hvað síst við um reglur þær, sem gilda um rétt kröfuhafa til efnda samkvæmt aðalefni samnings (efnda in natura). í ritgerð þeirri, sem hér fer á eftir, verður leitast við að lýsa þeim almennu reglum, sem gilda hér á landi um rétt kröfuhafa til efnda in natura, og að auki er sérstök áhersla lögð á að lýsa reglum hinna nýju kaupalaga um það efni. Það er meginregla í íslenskum rétti, að kröfuhafi á rétt á því að fá efndir kröfu sinnar í sanrræmi við aðalefni samnings, efndir in natura. Skiptir þá ekki máli, hvort um er að ræða kröfu til greiðslu peninga, afliendingu tiltekins hlutar eða það, að skuldari láti hjá líða að framkvæma tilteknar athafnir, t.d. í samræmi við ákvæði samnings, sem takmarkar heimild skuldara til þess að reka ákveðna starfsemi í samkeppni við kröfuhafa, sbr. 2. mgr. 27. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 (smkpl.), 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 (smnl.) og 75. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 (aðfl.). Ef söluhlutur er ekki afhentur eða hann er afhentur of seint, og kaupanda er ekki um að kenna eða atvikum, sem hann varða, getur kaupandinn samkvæmt ákvæðum 23.-29. gr. laga nr. 50/2000, um lausafjárkaup1 (kpl.) valið milli þess að krefjast efnda, riftunar og skaðabóta ásamt því að halda eftir kaupverðinu skv. 42. gr. kpl. Samkvæmt 30. gr. kpl. getur kaupandi, ef söluhlutur reynist gallaður og gallinn er hvorki sök kaupanda né stafar af aðstæðum, sem hann varða, samkvæmt ákvæðum 31.-40. gr. kpl. valið milli þess að krefjast úrbóta, nýrrar afhendingar, afsláttar, riftunar og skaðabóta ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs samkvæmt ákvæðum 42. gr. kpl. í 34. gr. kpl. kemur fram, að kaup- andi getur krafist þess, að seljandi bæti úr galla á eigin reikning, ef það verður gert án þess að valda seljanda ósanngjörnum kostnaði eða óhagræði. Seljandi getur þess í stað afhent nýjan hlut í samræmi við ákvæði 36. gr. kpl., en þar kemur fram, að seljanda er heimilt, þótt kaupandi krefjist þess ekki, að bæta á eigin kostnað úr galla eða afhenda annan hlut, ef það er unnt án verulegs óhag- ræðis fyrir kaupanda og án þeirrar áhættu, að kaupandi fái ekki bætt útgjöld sín hjá seljanda. I kpl. eru seljanda veittar sambærilegar heimildir til að krefjast efnda í samræmi við aðalefni samnings, ef um vanefndir af hálfu kaupanda er að ræða. Þannig kemur fram í 51. gr. kpl., að greiði kaupandi ekki kaupverðið eða full- nægi ekki að öðru leyti skyldum sínum samkvæmt samningnum eða kpl., og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika, sem hann varða, getur seljandinn valið milli þess að krefjast efnda, riftunar og skaðabóta í samræmi við ákvæði VII. kafla laganna. Hann getur einnig haldið eftir greiðslum samkvæmt 10. gr. og krafist vaxta samkvæmt 71. gr. I 52. gr. kpl. segir, að seljandi geti haldið fast við kaupin og krafið kaupanda um greiðslu kaupverðsins. Þetta gildir þó ekki, meðan ekki er unnt að greiða vegna stöðvunar samgangna eða greiðslumiðlunar 1 Tilvísanir í greininni í kaupalögin eru í hin nýju kaupalög nr. 50/2000. 289
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.