Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 35
krefst nýrrar afhendingar í stað þeirrar, sem hann fékk, sbr. 1. og 2. mgr. 34. gr. kpl., er að krefjast efnda in natura. Kaupendur í lausafjár- og fasteignakaupum, sem eiga að fá söluhlut afhentan lausan við aðrar kvaðir en þær, sem þeir hafa gagngert fallist á að yfirtaka, geta krafist þess, að ósamrýmanleg réttindi verði fjarlægð, og er það í eðli sínu krafa um efndir in natura. Um lausafjárkaup gildir regla 41. gr. kpl., en þar kemur fram, að eigi þriðji maður eignarrétt, veðrétt eða annan rétt yfir söluhlut (vanheimild), gilda reglurnar um galla eftir því sem við á, nema leiða megi af samningi, að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með þeim takmörkunum, sem stafa af rétti þriðja rnanns. Hvað fasteignakaup varðar má t.d. benda á H 1969 1213 (Sokkaverksmiðjan Eva), H 1978 903 (Hamraborg), H 1991 1524 (Mýrarás) og til athugunar H 1929 961 (Skólavörðustígur).4 Um lausafjárkaup sjá til athugunar H 1987 401 (Vörubíll). í H 1987 401 voru málavextir með þeim hætti, að SH keypti bifreið af gerðinni Toyota Crown, árgerð 1981, af SG. Bifreiðin var með dísilmótor, og var um það samið milli aðila, að SH myndi greiða þungaskatt (dísilskatt) að fjárhæð kr. 15.000. Síðar kom í ljós, að eftirstöðvar þungaskattsins voru hærri, eða kr. 39.106. SH krafði því SG um greiðslu kr. 24.106. Kröfur hans voru teknar til greina í Hæstarétti, þar sem í afsali fyrir bifreiðinni segði, að á henni hvíldu engar veðskuldir. Jafnframt væri tekið fram í afsali, að „dieselskattur“ hafi verið gerður upp á milli aðilja. Þungaskatt- urinn hvíldi á bifreiðinni sem lögveð, skv. 10. gr. laga nr. 79/1974 um fjáröflun til vegagerðar. Með því að ekki væri skýrlega frá uppgjöri skattsins gengið er kaupin gerðust, þótti SG eiga að bera hallann af þessum vafa í málinu. Leigutaki á rétt til þess að fá leiguhúsnæði afhent í því ástandi, sem leigumáli greinir, og leigusala ber að halda leiguhúsnæði í leigufæru ástandi, sbr. ákvæði 17. og 19. og 20. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 (hsll.). Krafa leigutaka um úr- bætur á leiguhúsnæði er í eðli sínu krafa um efndir in natura. 1.3 Er rétturinn til efnda in natura vanefndaúrræði ? Það er skoðun sumra fræðimanna, að rangt sé að flokka efndir in natura með vanefndaheimildum. Kröfuhafi eigi rétt á að fá efndir in natura án þess að um vanefndir sé að ræða, m.ö.o. efndir in natura séu ekki vanefndaúrræði. Þetta má að nokkru til sanns vegar færa. Á hinn bóginn verður að hafa í huga, að á spuminguna um efndir in natura reynir yfirleitt ekki, fyrr en samningur hefur verið vanefndur. Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu að flokka efndir in natura með vanefndaúrræðum.5 Er það og ótvírætt gert í nýjum lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000. Skal í því sambandi t.d. bent á fyrirsögn V. kafla 4 Um efndir in natura í fasteignakaupum, sjá Viöar Már Matthíasson: Fasteignakaup Helstu réttarreglur. Reykjavík 1997, bls. 171-172 og 178-182. 5 Sjá t.d. Henry Ussing: Obligationsretten Almindelig Del. Kaupmannahöfn 1961, bls. 60. 291
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.