Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 37
viðbótarfresti felst í sjáfu sér áskorun um efndir. Þannig segir t.d. í 25. gr. kpl., að kaupandi geti rift kaupum, þegar greiðsludráttur hefur í för með sér veru- legar vanefndir. Einnig er unnt að rifta kaupum, ef seljandi afhendir ekki söluhlut og efndir dragast fram yfir sanngjaman viðbótarfrest, sem kaupandi hefur sett. Meðan viðbótarfrestur er að líða, getur kaupandi ekki rift kaupum, nema því aðeins að seljandinn hafi lýst því yfir, að ekki verði af efndum á þeim tíma eða ljóst er, að hann muni ekki efna. Sjá einnig um rétt seljanda til riftunar vegna greiðsludráttar af hálfu kaupnda ákvæði 54. gr. kpl. Þar segir í 3. mgr., að seljandi geti ekki rift kaupum meðan viðbótarfrestur er að líða, nema því aðeins að kaupandi hafi lýst því yfir, að hann muni ekki efna kaupin á þeim tíma. Frá framangreindri meginreglu um, að ekki sé þörf áskorunar til að geta beitt vanefndaúrræðum, eru hins vegar ýmsar undantekningar. Slíkar undantekn- ingar geta stuðst við ákvæði settra laga. Þannig skal samkvæmt 4. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 4. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 (stml.) veita opinberum starfsmanni áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð sitt, áður en honum er veitt lausn um stundarsakir vegna tiltekinna ástæðna. Er sambærileg regla almennt talin gilda í vinnuréttarsamböndum, þ.e. að brot- legur starfsmaður eigi rétt á áminningu, áður en til fyrirvaralausrar uppsagnar kemur. Af öðrum lagaákvæðum má nefna 2. mgr. 17. gr. nr. 2/1995 um hlutafélög (hlfl.). (Jafnan skal þó, áður en hlutir eru afhentir öðrum, veita áskrifanda 4 vikna frest til að koma málum sínum í rétt horf ...). Þá má geta ákvæða 1., 3. og 7.-9. töluliða 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 (hsll.), þar sem krafa eða áminning leigusala um réttar efndir leigutaka er forsenda riftunar af hálfu leigusala. Loks má geta þess, að sú regla gilti samkvæmt 2. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 í þeim tilvikum, þar sem ekki hafði verið samið um gjalddaga kröfu, að heimilt var að reikna dráttarvexti, þegar liðinn var mánuður frá því að kröfuhafi krafði skuldara sannanlega um greiðslu. Var við það miðað, að almennar sönnunarreglur giltu um sönnun fyrir því, að greiðslu hefði verið krafist, og kröfu varð að fylgja áskilnaður um greiðslu dráttarvaxta, ef vanskil urðu.7 Þá getur undantekning frá meginreglunni byggst á viðskiptavenju, þ.e. að kröfuhafa beri að senda skuldara áskorun, þar sem skuldara er gefinn hæfilegur frestur til að efna, áður en til riftunar kemur. í samningi kann að vera ákvæði um áminningu sem undanfara riftunar, sbr. H 1987 1690 (Þórshöll). Samkvæmt gr. 25.5. í ÍST 30 er verkkaupa heimilt að rifta samningi, ef verktaki gerir sig sekan 7 í 1. mgr. 9. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 er fjallað um heimild til eindögunar veðkröfu, þótt eigi sé kominn gjalddagi hennar. Meðal atvika, sem heimila slíka eindögun, er það, þegar eigandi eða veðsali misnotar í verulegum atriðum umráðarétt sinn yfir veðinu eða vanefnir með öðrum hætti verulega skyldur sínar samkvæmt 7. gr. laganna. 12. mgr. 9. gr. laganna kemur fram, að áður en eindögunar verður krafist samkvæmt þessu ákvæði, skuli veðhafi með hæfilegum fresti gera eiganda eða veðsala viðvart og gefa þeim kost á að efna skyldur sínar réttilega, nema því aðeins að frestur geti leitt til tjóns. 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.