Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 38
um verulegar vanefndir á skuldbindingum sínum samkvæmt samningi og hefur ekki bætt úr þeim innan sanngjarns frests, sem verkkaupi setur fram í skriflegri viðvörun. Eins geta sérstakar ástæður í einstaka tilvikum leitt til þess, að kröfuhafi verði að beina áskorun til skuldara um réttar efndir, áður en til riftunar kemur, sbr. H 1987 560 (Isafoldarprentsmiðja). Loks skal þess getið í þessu sambandi, að samkvæmt 7. gr. aðfl. gildir sú regla, að áður en aðfarar verður krafist fyrir kröfu, sem talin er í 5., 6., 7., 8. eða 10. tl. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga, og eftir að slík krafa er komin í gjalddaga, skal gerðarbeiðandi beina greiðsluáskorun til gerðarþola með minnst fimmtán daga fyrirvara. Skal þar tekið fram, að aðfarar verði krafist fyrir skuldinni, ef áskor- uninni er ekki sinnt. Eins skal farið, þegar krafist er aðfarar í skjóli ábyrgðar samkvæmt 2. mgr. 3. gr. aðfl., þótt aðfararheimild eigi undir önnur fyrirmæli 1. mgr. 1. gr. Um almenna greiðsluáskorun fyrir kröfum samkvæmt 9. tl. 1. gr. aðfl. er fjallað í 8. gr. aðfl. 1.4 Efnisreglur og réttarfarsreglur Þó svo að heimild kröfuhafa lil þess að krefjast efnda in natura sé að megin- stefnu til alltaf fyrir hendi samkvæmt efnisreglum, geta réttarfarsskilyrði þó gert það að verkum, að ekki sé alltaf hægt að fá efndir kröfu beinlínis samkvæmt aðalefni samnings hjá dómstólum. Gera þarf greinarmun í fyrsta lagi á efnis- reglum kröfuréttarins, sem segja til um það, hvenær hægt er að krefjast greiðslu; í öðru lagi á réttarfarsreglum, sem segja fyrir um skilyrði málshöfðunar og dóms, og í þriðja lagi á þeim réttarfarsreglum, sem segja fyrir um skilyrði að- farar. Samspil þessara þriggja þátta getur ráðið því, hvort efndir in natura nái fram að ganga. Þó svo að fyrstu tvö skilyrðin séu fyrir hendi, þ.e. skilyrði þess að krefjast greiðslu og fá dóm fyrir kröfu sinni, er ekki þar með sagt, að skilyrð- um aðfarar sé fullnægt. Ef mál er höfðað til úrlausnar um rétt eða skyldu, sem sóknaraðili játar, að sé enn ekki orðin til, eða það er sýnt með öðrum hætti, skal vísa máli frá dómi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (eml.). Ef krafist er dóms um skyldu, sem fullnægja mætti með aðför, og hún reynist hvíla á vamaraðila eða getur hvílt á honum, en sá tími er ókominn, sem hann verður krafinn um efndir, þegar mál er dómtekið, þá skal sýkna vamaraðila að svo stöddu, sbr. 2. ntgr. 26. gr. eml. Sjá til athugunar úr gildistíð laga nr. 85/1936 H 1971 1004 (Gríntshagi) og H 1987 1374 (Samvinnufélagið Hreyfill). H 1971 1004. Árið 1957 úthlutaði borgarsjóður Reykjavíkur GSS leigulóð undir einbýlishús við Grímshaga í Reykjavík. Stærð lóðarinnar skyldi vera samkvæmt uppdrætti. Þau mistök urðu í mælingadeild borgarinnar við gerð uppdráttarins, að þess var eigi gætt að auðkenna skika, er á stóð steinskúr í eigu SÁ. Þá var þess ekki gætt að hafa fyrirvara í lóðarsamningi um, að lóðarskiki þessi væri undanþeginn lóðarúthlutuninni. Vorið 1958 lágu fyrir uppdrættir að húsi á lóðinni við Grímshaga, sem hlutu staðfestingu byggingaryfirvalda. Við byggingu var ókleift að byggja bíl- 294
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.