Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 39
skúr samkvæmt uppdráttunum, þar sem áðurgreindur steinskúr var í vegi. GSS höfð- aði mál gegn borginni og krafðist þess m. a., að henni yrði gert að fjarlægja stein- skúrinn að viðlögðum dagsektum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri borgina að svo stöddu af kröfu þessari. Ágreiningslaust væri að GSS hefðu verið ljósir þegar frá upphaft annmarkar á eignarheimildum borgarinnar, að því er varðaði þann skika, sem steinskúrinn stóð á. Þrátt fyrir það hefði borgin ekki fært fram fullnægjandi rök fyrir því, að GSS hefði átt að vera ljóst, að um mistök væri að tefla af hálfu borgarinnar við samningsgerðina. Því var talið, að borgin hefði skuld- bundið sig til að afla stefnanda leiguréttar yfir greindum lóðarskika. Osannað var talið gegn eindregnum mótmælum borgarinnar, að hún hefði getað aflað sér nauð- synlegra eignarráða með frjálsum samningum, og þar sem skipulag hefði ekki verið staðfest fyrir það svæði sem þama væri um að ræða, var ekki talið að borgin hefði lagaheimild til að beita eignamámi. Því væri ekki unnt að taka til greina kröfur GSS um afhendingu lóðarskikans og um niðurrif þeirra bygginga, sem á honum vom. Hins vegar var talið, að yfirgnæfandi líkur væru á því, að borginni yrði kleift að afla sér þessara eignarheimilda, að minnsta kosti þegar skipulag hefði verið staðfest. Var borgin því sýknuð að svo stöddu af þeirri kröfu GSS. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti, með vísan til forsendna. Sératkvæði. Ef sóknaraðili máls hefur lögvarða hagsmuni af því, að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands, getur hann leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar í þeim efnum. Gildir þetta án tillits til þess, hvort honum væri þess í stað unnt að leita dóms, sem fullnægja mætti með aðför. Sem dæmi má nefna, að A eigi viðskiptabréf, sem er með undirskrift B, en B vefengir undirskriftina. Erfitt kann að reynast fyrir A að selja eða veðsetja slíkt bréf, en það getur varðað A miklu að færa sér bréfið í nyt á þann hátt. Getur A þá fengið viðurkenningar- dóm fyrir gildi skuldbindingar útgefandans. 1.5 Gilt loforð veitir rétt til efnda in natura eða efndabóta Sérstakar aðstæður, sem eru til staðar við gerð samnings eða þær ber að höndum síðar, geta valdið því, að loforð það, sem í samningi felst, sé ógilt. í því tilviki getur loforðsmóttakandi hvorki krafist efnda in natura né skaðabóta vegna fjárhagslegra hagsmuna sinna af samningnum (efndabóta). Sá löggemingur er gildur, sem veitir loforðsmóttakanda rétt til efnda in natura eða til efndabóta. Ogildur samningur veitir hvorugan þennan rétt.8 í þessu sambandi ber að hafa í huga, að löggemingur þarf ekki nauðsynlega að vera ógildur í heild sinni, heldur geta tiltekin ákvæði hans verið ógild, t.d. vegna þess að þau eru ósamrýmanleg ófrávíkjanlegri lagareglu. Slrkum samningi er unnt að víkja til hliðar að hluta eða breyta, ef það er talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, sbr. 36. gr. smnl., sbr. 6. gr. 8 Um hugtakið ógildur löggemingur sjá m.a. Olafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. Reykjavík 1965, bls. 24; Henry Ussing: Aftaler. 3. útg. Kaupmannahöfn 1950, bls. 117-118; Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 41; Þorgeir Örlygsson: „Lögfesting almennrar ógildingarreglu í III. kafla laga nr. 7/1936“. Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 1986. 295
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.