Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 47
Við úrlausn þess, hvort skuldari verður knúinn til efnda in natura, þegar svo stendur á eða í sambærilegum tilvikum, getur skipt máli, hvort takmarkanir eru til staðar við gerð samnings eða koma til síðar. Ef takmarkanimar eru til staðar við gerð samnings, skiptir vitneskja skuldara máli og það, hvort hann gerði fyrirvara af því tilefni. Sjá hér H 1948 356 (Heildsala) og H 1953 324 (Línolía). H 1953 324. Málavextir voru á þá lund, að samningar höfðu tekist á milli erlends aðila, P, og íslensks, L, um sölu á línolíu á mánaðarfresti frá apríl til október 1947. P sendi L línolíu á mánaðarfresti, en greiðslufall varð hjá L í maímánuði vegna gjald- eyrisörðugleika. Hinn 22. júlí 1947 ritaði L bréf til P þess efnis, að sökum gjald- eyrisskorts væri það knúið til þess að rifta kaupum á þeirri olíu sem eftir stæðu af pöntuninni. Þessu bréfi svaraði P með skeyti, dags. 1. ágúst s.á., þar sem það mót- mælti þessu framferði L og krafðist greiðslu á mismuninum á hinu umsamda kaup- verði olíunnar og markaðsverði hennar 1. ágúst. í máli P á hendur L byggði L sýknu- kröfu sína m. a. á því, að það hafi ekki getað efnt samninginn við P sökum skorts á gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Málsástæða þessi var ekki tekin til greina. Tekið var fram að L hefði engan fyrirvara gert um þetta atriði í samningum sínum við P og yrði það því ekki talin réttmæt ástæði fyrir L til riftunar. Var L því dæmt til að greiða P bætur vegna ólögmætrar riftunar, sem miðuðust við mismun á kaupverði og mark- aðsverði olíunnar, þegar riftunin fór fram. 2.4 Tímabundinn ómöguleiki Ef aðeins er um að ræða tímabundinn ómöguleika, er meginreglan sú, að unnt er að fá skuldara dæmdan samkvæmt aðalefni kröfu, þegar hindrun í vegi efnda er ekki lengur fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 23. gr. kpl. að því er lausafjárkaup varðar. Þar kemur fram, að greiðist úr vandkvæðum innan hæfilegs tíma, getur kaupand- inn krafist efnda. Það er þó skilyrði, að efndir verði ekki, miðað við þann tíma, sem liðinn er, mun örðugri eða leiði til annars eðlis en þess, sem seljandi gat vænst eða að öðru leyti sé ósanngjamt að krefjast efnda Sjá einnig til athugunar lög nr. 3/1973 um bráðabirgðabreytingu á dómsmálastjóm í Vestmannaeyjum o.fl. Takmörk geta þó verið fyrir því út frá forsendum samnings, hversu lengi kröfuhafi getur haldið efndum með þeim hætti upp á skuldara. Sérstakt athug- unarefni er í þessu sambandi ákvæði laga nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.18 Ef efndir in natura em bundnar við ákveðið tímabil og geta ekki farið 18 í forsendum dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. 9977/1990, Sleipnir (UK) Ltd. gegn Eddu Línu Sigurðardóttur Helgason, sem kveðinn var upp 2. sept. 1992, segir m.a. svo: „... Samkvæmt þessu verður ... krafa stefnanda um að viðurkenndur verði eignarréttur stefnanda á fbúð á 3. hæð... í húsinu ... tekin til greina... Rétt er að taka fram að ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 þykir ekki girða fyrir, að stefnandi geti fengið eignarrétt sinn viðurkenndan ... Að svo vöxnu máli þykir mega taka kröfu stefnanda um að stefnda verði dæmd til útgáfu afsals til greina, þó þannig, að fyrir liggi leyfi ráðherra skv. 2. mgr. 1. gr. laganr. 19/1966. Að útgefnu slíku leyfí ber stefndu að gefa út afsal og þykir rétt... að gera stefndu að greiða 5.000 kr. í dagsektir verði skyldur hennar samkvæmt dómi ekki inntar af hendi ... Synji ráðherra um framangreint leyfi getur stefnandi neytt úrræða skv. 11. kafla aðfararlaga ...“. 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.