Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 55
Hindrun verður að vera með þeim hætti, að seljandinn ráði ekki við hana. í þessu felst á engan hátt krafa um algjöran ómöguleika. Atvik verða hins vegar að vera þannig, að seljandinn fái ekki með skömmum fyrirvara ráðið við hindrunina án mjög sérstakra vandkvæða. Á hinn bóginn er til þess að líta, að ekki geta öll vandkvæði eða aukakostnaður talist efndahindrun sam- kvæmt ákvæðinu. Það er grundvallarskylda, sem leiðir af samningnum, að seljandinn verður að ljá atbeina sinn til að sigrast megi á þeim hindrunum, sem standa í vegi fyrir efndum samningsins. Það getur t.d. gerst með því, að gert er við hlut, sem bilað hefur eða hann er bættur með öðrum hlut jafn- góðum. Meðan unnt er að komast hjá erfiðleikum eða ráða má við þá með öðrum úrræðum, er ekki hægt að líta svo á, að um efndahindrun í skilningi ákvæðisins sé að ræða. Það skiptir með öðrum orðum máli, hvers eðlis erfið- leikarnir eru. Fjárskortur seljanda er, eins og áður segir, undir öllum venju- legum kringumstæðum ekki efndahindrun í skilningi 23. gr. laganna, þ.e. seljandinn getur ekki losnað undan skyldum sínum samkvæmt samningi með því einu að vísa til þess, að hann sé kominn í fjárhagsvandræði. Það fer að mestu eftir skyldum seljanda samkvæmt samningnum, hver tilvik geta fallið undir efndahindrun í skilningi ákvæðisins. Því afmarkaðri og sérgreindari sem skyldur seljanda eru, þeim mun meiri eru líkurnar til þess, að fram komi hindranir, sem seljandinn ræður ekki við. Ef t.d. er um að ræða kaup á ákveðnum stóðhesti, verða möguleikar seljanda til efnda að engu, ef hesturinn deyr. Ef á hinn bóginn er um að ræða greiðslu, sem að öllu leyti er ákveðin eftir tegundareinkennum, kaup eru t.d. gerð um 5 tonn af sandi, hefur seljandinn góða möguleika á því að geta efnt, þótt ekki sé þess kostur að fá nákvæmlega þann sand, sem seljandinn hafði í huga. Sama á við um valkvæðar greiðslur, en í því felst, að meðan efndahindrun nær ekki til einnar greiðslunnar helst skylda seljanda til efnda að því er þá greiðslu varðar. I því, að seljandi sé skyldugur til þess að reyna að sigrast á efnda- hindrun, felst á hinn bóginn ekki það, að hann hafi rétt til þess að reiða fram sem greiðslu eitthvað annað en það, sem leiðir af samningnum, nema því aðeins að um það hafi verið samið að greiðslu megi breyta.35 4.4.3 Hindrun hefur í för með sér óhagræði eða kostnað fyrir seljanda Seljandi er samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. laus undan efndum, ef þær hafa í för með sér slíkt óhagræði eða kostnað fyrir seljanda, að það væri í verulegu ósamræmi við hagsmuni kaupanda að fá réttar efndir. Ef kostnaður eða óhagræði við efndir verður úr hófi fram, má í sjálfu sér segja, að fyrir hendi sé efndahindrun, sem seljandinn ræður ekki við. En jafnvel þótt hindrun sé ekki þess eðlis, getur seljandinn eigi að síður losnað undan skyldunni samkvæmt þeirri viðmiðun, sem fram kemur í niðurlagi ákvæð- isins. Ákvörðun í þeim efnum ræðst af mati á hagsmunum, þar sem annars 35 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 80-81. 311
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.