Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 59
getur á hinn bóginn losnað undan bótaskyldu á grundvelli þeirra skilyrða, sem fram koma í 2. málsl. 1. mgr.43 I kpl. nr. 39/1922 var bótaábyrgð seljanda vegna afhendingardráttar og galla mis- munandi eftir því, hvort um var að ræða tegundarkaup eða einstaklega ákveðin kaup. I tegundarkaupum var aðalreglan sú, að seljandi bar hlutlæga ábyrgð, en frá því voru þó undantekningar, ef afhendingardrátt eða galla mátti rekja til nánar tilgreindra hindrana, sem stóðu í vegi fyrir efndum, sbr. 24. gr. og 3. mgr. 43. gr. eldri laga. Hindrun varð að vera með þeim hætti, að efndir væru útilokaðar, og hún varð að auki að vera almenn, en í því fólst, að hindrun, sem snerti einungis hagsmuni viðkomandi seljanda en ekki annarra, nægði ekki til að leysa undan ábyrgð. Loks urðu aðstæður að vera þannig, að seljandi hefði ekki haft ástæðu til að hafa hindrunina í huga, þegar kaup voru gerð. I einstaklega ákveðnum kaupum bar seljandi samkvæmt eldra rétti ábyrgð á afhend- ingardrætti, nema því aðeins að „drátturinn var ekki honum að kenna“. Seljandinn bar með öðrum orðum sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði og unnt var sam- kvæmt reglunni að gera hann ábyrgan vegna gáleysis starfsmanna sinna og annarra, sem hann hafði falið að efna kaup fyrir sína hönd. Þá gat seljandi einnig orðið ábyrgur, ef hann sýndi af sér gáleysi við samningsgerð. Loks var ábyrgð lögð á seljanda á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar, auk þess sem hann bar ábyrgð á því að fjárskortur hindraði ekki efndir. Þegar einstaklega ákveðinn hlutur var gallaður, bar seljandi bótaábyrgð, ef gallann mátti rekja til vanrækslu eða svika af hans hálfu, sbr. 2. mgr. 42. gr. eldri laga. Þar að auki bar seljandi ábyrgð án sakar, ef söluhlutur hafði ekki þá eiginleika til að bera, sem seljandi hafði ábyrgst sérstaklega. Seljandi bar hér einnig ábyrgð á þeim mönn- um, sem hann hafði falið að annast samninga fyrir sína hönd. Skv. 30. gr. eldri laga bar kaupandi hlutlæga ábyrgð vegna dráttar á greiðslu kaupverðs, en sú ábyrgð tak- markaðist með þeim hætti sem greindi í 24. gr. laganna. 4.5.2 Stjórnunarábyrgð (kontrollansvar) Reglur kpl. nr. 50/2000 um bótaábyrgð seljanda vegna greiðsludráttar og galla fela í sér talsverða breytingu miðað við eldri rétt. Samkvæmt þeim er meginreglan sú, að seljandinn ber svokallaða stjómunarábyrgð (kontrollansvar á Norðurlandamálum) í báðum tilvikum, og er það í samræmi við reglur Sþ- samningsins. Ekki er þó eingöngu byggt á slíkri ábyrgð, að því er galla varðar, sbr. 3. mgr. 40. gr. laganna. Ekki er farin sú leið í lögunum að byggja á mismunandi bótaábyrgð, eftir því hvers eðlis tjónið er. I því felst, að stjómunarábyrgðin gildir bæði fyrir seljanda og kaupanda og um allar tegundir vanefnda. Obeint tjón bætist þó því aðeins, að vanefndir sé að rekja til mistaka eða vanrækslu. Þegar um galla er að ræða, er áfram byggt á ábyrgð vegna þeirra eiginleika hlutar, sem seljandi hefur heitið sérstaklega. 43 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 88. 315
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.