Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 61
oft ekki auðvelt að útvega aðra hluti í staðinn, ef söluhlutur eyðileggst, t.d. fyrir afhendingu.47 Eins og ákvæði 1. mgr. 27. gr. kpl. er orðað, er gert ráð fyrir því, að selj- andinn þurfi að sanna, að þau skilyrði séu fyrir hendi, sem leysa hann undan bótaábyrgð. 4.5.3 Hindrun standi efndum í vegi Fyrsta skilyrði þess, að um ábyrgðarleysi geti verið að ræða skv. 2. málsl. 1. mgr., er það, að til staðar sé hindrun, sem veldur afhendingardrætti og stendur í vegi fyrir efndum. Eins og áður er rakið er það ekki skilyrði, að um sé að ræða hlutlægan ómöguleika í þeim skilningi, að afhending á réttum tíma sé útilokuð fyrir hvaða seljanda sem er. Þótt orðalagið „vegna hindr- unar“ geti bent til þess, að það eigi í raun og veru að vera ómögulegt fyrir seljandann að efna samninginn, er ekki að öllu leyti unnt að gera svo strangar kröfur. Atvik geta verið til staðar, sem ekki gera efndir algjörlega ómögu- legar en gera þær eigi að síður svo einstaklega torveldar, að atvikin á grundvelli hlutlægs mats koma í veg fyrir efndir. Sem dæmi unr atvik, sem geta hindrað efndir, má nefna stríð, náttúru- hamfarir, alvarlegan bruna eða sprengingar, sem hafa áhrif á starfsemi selj- andans, verkföll, útflutnings- og innflutningsbönn eða önnur stjórnvaldsboð. Atvik, sem eru einvörðungu fjárhagslegs eðlis, geta í sjálfu sér einnig hindr- að efndir, t.d. óvenjulegar útgjaldahækkanir eða verðhækkanir. Hins vegar er það ekki nóg, að samningurinn standist ekki samkvæmt þeim fjárhagsáætl- unum, sem seljandi hefur gert, eða að það sé verulega miklu dýrara fyrir selj- anda að efna samninginn en gera mátti ráð fyrir. Ef selt er á föstu verði, verður seljandinn venjulega sjálfur að bera afleiðingarnar af óvæntri verð- eða útgjaldaþróun. Ef efndir hafa í för með sér óþægindi eða kostnað, sem ekki er í sanngjörnu hlutfalli við hagsmuni kaupanda af efndum, getur selj- andinn eftir atvikum komist hjá afhendingarskyldu samkvæmt ákvæðum 23. gr. Hins vegar er ekki um að ræða hindrun í skilningi 27. gr. í því tilviki. Hún getur því aðeins átt við, að kostnaðaraukinn sé slíkur, að efndir samningsins valdi seljandanum byrði, sem hlutlægt séð liggur utan við forsendur þess kaupsamnings, sem unt er að tefla. Ávallt er skilyrði, að hindrun valdi því í raun og veru, að seljandinn geti ekki efnt kaupin. Skilyrðið verður einnig að skoða í samhengi við þann áskilnað, að ekki sé með sanngirni hægt að ætlast til þess, að seljandinn geti komist hjá eða sigrast á afleiðingum hindrun- arinnar. Ákvæði 36. gr. samningalaganna veita heimild til þess víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, þegar ósanngjarnt er að bera hann fyrir sig. Heimilt er samkvæmt ákvæðinu að taka tillit til atvika, sem urðu eftir samn- 47 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 91. 317
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.