Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 65
4.5.7 Greiðsludrátt er að rekja til þriðja manns I 2. mgr. 27. gr. kpl. er rætt um ábyrgð seljanda á greiðsludrætti, sem rekja má til þriðja manns. Þriðji maður í þessu samhengi telst sá eða þeir, sem ekki eru beinlínis starfsmenn eða aðstoðarmenn seljanda í hans eigin fyrirtæki, því að þá fellur tilvikið undir 1. mgr. Akvæði 1. málsl. 2. mgr. á við um þriðja mann, sem seljandi hefur falið að efna kaupin að nokkru leyti eða öllu. Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. á hins vegar við, þegar seljandi hefur notað afhendingaraðila eða einhvern annan á fyrra sölustigi. Það er því ekki skilyrði samkvæmt greininni, að umræddum þriðja manni sé skylt gagnvart seljanda að fullnægja samningi af sinni hálfu. Það nægir, að þriðja manni sé skylt að efna sinn hluta samkvæmt samningi við einhvern annan, t.d. afhendingaraðila. Aftur á móti er seljandi ekki ábyrgur skv. 2. mgr. vegna afhendingaraðila, sem kaupandi hefur valið. Samkvæmt framangreindu getur þriðji maður verið framleiðandi eða afhendingaraðili söluhlutar, en hann getur einnig verið framleiðandi að hluta eða undirafhendingaraðili eða undirframleiðandi hráefnis. Hann getur einnig verið dreifingarfyrirtæki, flytjandi eða uppsetningaraðili. Sé um þessi tilvik að ræða, er það áskilið í ákvæðinu, að seljandi verði því aðeins laus úr ábyrgð, að skilyrði 1. mgr. eigi bæði við um seljanda og þriðja mann (tvö- faldur „force majeure“). Þetta þýðir, að seljandi getur í vissum tilvikum orðið að bera rýmkaða ábyrgð, sem nær einnig til þriðja manns, jafnvel þótt svo standi á, að skilyrði 1. mgr. um ábyrgðarleysi eigi við um seljanda sjálfan. Einnig hér er gert ráð fyrir því, að seljandi beri sönnunarbyrðina fyrir því, að skilyrðunum um ábyrgðarleysi sé fullnægt í báðum tilvikum. Hafi seljandi samkvæmt þessu gert samning við fyrirtæki um afhendingu á til- tekinni framleiðsluvöru, t.d. hluta af vél, sem seljandi hugðist síðan afhenda, er samkvæmt þessu ekki nóg, að seljandi geti sýnt fram á, að vanefndir þriðja manns hafi falið í sér hindrun fyrir seljandann. Hann verður einnig að sýna fram á, að hindrun þriðja manns sé þess eðlis, sem um getur í 1. mgr. Á hinn bóginn kann að vera, að ekki sé heldur nóg að sýna fram á, að slík skilyrði séu fyrir hendi að því er varðar þriðja mann, ef seljandi gat engu að síður sigrast á hindrun með því að fá annan aðila til að afhenda sömu framleiðslu- vöru í vélarhlutann.53 4.5.8 Tímabundin hindrun Seljandi er aðeins laus undan ábyrgð þann tíma, sem hindrun varir, sbr. 3. mgr. 27. gr. Hindrun, sem varir skamman tíma, útilokar þess vegna ekki ábyrgð, ef sá tírni, sem til ráðstöfunar er, eftir að hindrun féll brott, nægir til þess að efna samninginn í tíma. Ef hindrun stendur fram yfir umsaminn afhendingartíma getur seljandi þó orðið bótaskyldur fyrir þann hluta seink- unar, sem varð eftir að afleiðingar hindrunar féllu brott. Þó getur þetta því 53 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 91-92. 321
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.