Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 74

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 74
er verið munnleg eða skrifleg. Sönnunarbyrðin hvílir á neytanda, ef sanna þarf, að tilkynnt hafi verið um afpöntun. Tilkynningin hefur réttaráhrif frá þeim tíma, er hún kemur fram. Ef tilkynning berst seljanda þjónustu, áður en verk er hafið, skal hann ekki hefja verkið. Sé verk hafið, skal seljandi leggja það á hilluna, en honum ber þó skylda til að inna af hendi þá vinnu, sem nauðsynleg er án tillits til afpöntunar. Dæmi um slíkt er að taka niður verkpalla eða gera það, sem þarf til að koma í veg fyrir, að sú vinna, sem unnin hefur verið, geti valdið tjóni. Þótt ekki sé það tekið fram í ákvæðinu sjálfu, er gert ráð fyrir því, að neyt- andi geti afpantað verk að hluta. 6.4.2 Uppgjör í tilefni afpöntunar Seljanda þjónustu er samkvæmt 1. mgr. 36. gr. þjkpl. heimilt að krefjast greiðslu fyrir þá vinnu, sem innt hefur verið af hendi, þótt neytandi afpanti þjónustu hans. Einnig getur hann krafist greiðslu fyrir þá vinnu, sem nauð- synlegt er að ljúka þrátt fyrir afpöntun. Fjárhæð endurgjalds ber að ákveða með tilliti til heildarverðs fyrir þjónustuna og að öðru leyti með hliðsjón af 28. gr. þjkpl. Markmið 1. mgr. 36. gr. er að gera seljanda fjárhagslega eins settan og liafi samningur ekki verið gerður. Seljandi getur samkvæmt 1. mgr. 36. gr. krafist greiðslu fyrir vinnu, sem unnin hefur verið, eða nauðsynlegt er að vinna án tillits til afpöntunar neytanda. Undir vinnu, sem hefur verið unnin, falla ráðstafanir, sem hún byggist á, t.d. undirbúningsrannsóknir, uppsetning verkpalla o.s.frv. Greiðsla skal ákveðin á grundvelli þess verðs, sem þjónustan í heild sinni átti að kosta og að öðru leyti á grundvelli 28. gr. þjkpl. Ef samið hefur verið um ákveðið tímaverð eða verð á ákveðna einingu, verður yfirleitt að taka mið af því. Ef aðilar hafa samið um ákveðið verð fyrir verkið í heild, skal ákveða verð fyrir þá vinnu, sem unnin hefur verið, með tilliti til hins upprunalega umsamda verðs, og athuga skal sér- staklega, hvort verðið fyrir það, sem gert hefur verið, sé í samræmi við 28. gr.73 Seljandi getur auk þess, sem að framan greinir, krafist endurgreiðslu kostn- aðar vegna þeirrar þjónustu, sem afpöntuð er. Undir þetta fellur kostnaður vegna greiðslu launa og efnis, sem ekki nýtist. Skilyrði er, að það sé afpöntun þjónustu, sem veldur því að greiða þarf þennan kostnað. Aðeins er hægt að 73 128. gr. þjkpl. kemur fram, að hafi ekki verið samið um verð fyrir keypta þjónustu, skal neytandi greiða það verð, sem telja má sanngjamt með hliðsjón af því, hve vinnan er mikil og hvers eðlis hún er. Hafi ekki verið samið um verð skal greiða það verð, sem telja má sanngjarnt. Ef seljandi þjónustu hefur vísað til verðs í verðlistum, auglýsingum eða bæklingum, skal það lagt til grundvallar. Sé samið um verk miðað við ákveðinn tímafjölda, eða verðið er ákveðið miðað við efniseiningu, ræðst verðið af því, hversu margir tímar voru í raun unnir, eða hversu mikið efni var notað. Verðið skal samkvæmt 28. gr. ákveðið með hliðsjón af því, hve þjónustan er mikil og hvers eðlis hún er. Verðið er þannig háð því, hver þjónustan er og hve mikið og vel er unnið. Við mat á því, hvort efnismagn og tímafjöldi séu hæfileg, skal miða við, hvað yfirleitt tíðkast í greininni, þegar sambærileg þjónusta er innt af hendi. 330
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.