Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 76
þjkpl. Ákvæðið kemur þannig í veg fyrir, að skyldur neytanda skv. 1. og 2. mgr. verði meiri en nemur því verði sem samið hefur verið um. 6.5 Heimild til að falla frá samningi Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölusamninga (húsg.fjsl.), skuldbindur húsgöngu- og fjarsölusamningur ekki neytanda fyrr en fjórtán dögum frá gerð hans, og er neytanda heimilt að falla frá samningi innan þess frests, án þess að tilgreina nokkra ástæðu eða greiðslu viðurlaga. Fjarsölu- samningur er samningur seljanda og neytanda um kaup á vöru eða þjónustu, sem gerður er með fjarskiptaaðferð. Hafi neytandi notfært sér slíkan rétt, sem um ræðir í 1. mgr. 8. gr., er seljanda samkvæmt ákvæðum 2. mgr. skylt að endur- greiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðslur, sem hann hefur innt af hendi. Slík endurgreiðsla skal fara fram eins fljótt og kostur er og eigi síðar en eftir þrjátíu daga. Neytanda ber að skila eða endursenda seljanda vöruna. Eingöngu er heimilt að krefja neytanda um greiðslur vegna beins kostnaðar við að skila vör- unni. Ef neytandi notfærir sér rétt til að falla frá samningi samkvæmt þessari heimild, falla úr gildi allir lánssamningar, sem hann hefur gert við seljanda eða þriðja aðila, sem hefur haft milligöngu unr að veita lán í tengslum við kaupin, sbr. 3. mgr. 8. gr. Frestur til þess að beita framangreindum rétti til að falla frá samningi telst samkvæmt 9. gr. húsg.fjsl. frá þeim degi, sem neytandi veitir vöru viðtöku, eða ef um er að ræða þjónustu, frá þeim degi sem samningur er gerður, þó aldrei síðar en frá og með sjötta degi eftir gerð hans, og seljandi hefur fullnægt upplýsingaskyldu sinni. Húsgöngusala rnerkir samkvæmt 3. tl. 2. gr. húsg.fjsl. sölu á vöru og þjónustu, sem seljandi skipuleggur utan fastrar starfsstöðvar sinnar, svo sem á heimili neytanda eða vinnustað hans, og neytandi hefur hvorki óskað eftir né var kunnugt um, að afhending vöru eða þjónustu væri hluti af sölu- eða þjónustu- starfsemi seljanda, svo og annars konar farandsala. Fjarsala merkir samkvæmt 6. tl. 2. gr. skipulagða sölu á vöru eða þjónustu þar sem notuð er ein eða fleiri fjarskiptaaðferð við gerð samnings, en fjarskiptaaðferð er samkvæmt 5. tl. sér- hver aðferð, sem er nothæf til þess að stofna til samnings milli neytanda og seljanda án þess að þeir hittist. Ákvæði 8. gr. húsg.fjsl. taka ekki til eftirtalinna samninga: 1. Samninga um þjónustu, hafi neytandi samþykkt að hún sé veitt, áður en frestur til að falla frá samningi samkvæmt 8. gr. laganna er útrunninn. 2. Sanrninga um kaup á mynd- böndum, hljóðupptökum eða hugbúnaði, hafi neytandi rofið innsigli seljanda. 3. Fjarsölusamninga þar sem neytandi hefur sérpantað vöruna eða hún hefur verið sniðin á annan hátt að persónulegum þörfum hans, eða ef eðli vörunnar er slíkt, að hún mun skemmast eða verða útrunnin innan frestsins. 4. Fjarsölusamninga unr þátttöku í happdrætti eða öðru löglegu spili. Samkvæmt 1. gr. eiga lögin við um samninga um sölu eða leigu á vöru eða þjónustu til neytenda, þegar seljandi hefur atvinnu af því að selja eða veita þjón- 332
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.