Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 84

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 84
ingu hvers annars. Það er undir skilyrðum viðkomandi ákvæða komið, að hvaða marki einstökum úrræðum verður beitt í tilefni vanefndar. Þannig verður t.d. vaxta aðeins krafist af kaupverði, þegar um greiðsludrátt er að ræða. Akvæði 1. mgr. 51. gr. á í fyrsta lagi við, ef „kaupandi greiðir ekki kaup- verðið“. Er með því bæði átt við það, þegar kaupverðið er alls ekki greitt og eins þegar dráttur verður á greiðslu þess. Hér undir geta einnig fallið aðrar vanefndir varðandi greiðsluna, t.d. þegar greitt er með röngum gjaldmiðli eða á röngum stað. í öðru lagi á ákvæði 1. mgr. 51. gr. við, ef kaupandi „fullnægir ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningi eða lögum þessum“. Hér er t.d. átt við þær skyldur, sem nefndar eru í 50. gr. um atbeina kaupanda að efndum. Skilyrði þess, að seljandinn geti borið fyrir sig vanefndaúrræði skv. 1. mgr., er að vanefndir verði hvorki raktar til seljanda né atvika sem hann varða. Hér er um að ræða sama orðalag og í 22. og 30. gr. laganna. Meginmáli skiptir, hvar orsaka vanefndanna er að leita, en ekki hvort öðrum hvorum samningsaðila er um að kenna. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. getur seljandi haldið eftir greiðslum skv. 10. gr. ásamt því að krefjast vaxta skv. 71. gr. Þessi réttur getur verið virkt úrræði til þess að þvinga fram greiðslu. í þeim tilvikum, þar sem kaupandinn neitar að ljá atbeina sinn að efndum, mun réttur seljanda til þess að halda eftir greiðslu þó hafa litla sjálfstæða þýðingu.86 Akvæði 2. mgr. 51. gr. tengjast því álitaefni, að hvaða marki seljandi á rétt á að krefjast efnda samkvæmt aðalefni samnings á þeirri skyldu kaupanda að veita söluhlut viðtöku. Fram kemur í ákvæðinu, að sinni kaupandi ekki þeirri skyldu sinni að veita söluhlut viðtöku, og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika, sem hann varða, getur seljandinn einungis krafist riftunar skv. 55. gr. eða skaðabóta skv. 2. mgr. 57. gr. eða 58. gr. Af þessum tilvísunum og með samanburði við 52. og 53. gr. sést, að meginreglan er sú, að seljandinn getur ekki krafist þess, að kaupandinn efni samninginn in natura með því að veita söluhlut viðtöku. Að öðru leyti eiga við ákvæðin í XI. kafla kpl. um umönnun söluhlutar, ef kaupandi veitir honum ekki viðtöku. Það felur m.a. í sér, að seljandinn á rétt á skaðabótum vegna kostnaðar, sem hann hefur haft af því að annast söluhlut. Réttur seljanda til skaðabóta og vaxta fellur samkvæmt 3. mgr. 51. gr. ekki brott, þótt hann neyti annarra úrræða eða slíkra úrræða verði ekki neytt. Af því leiðir, að þær heimildir, sem standa seljanda til boða, útiloka eins og áður segir ekki endilega hver aðra.87 7.6.2 Umönnunarskylda seljanda Sæki kaupandi ekki söluhlut eða veiti honum ekki viðtöku á réttum tíma eða önnur atvik, sem kaupanda varða, leiða til þess að hann fær hlutinn ekki afhent- 86 Um 1. mgr. 51. gr. kpl. sjá Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 128. 87 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 128. 340
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.