Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 88

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 88
hvílir á, þ.e. umönnunaraðilinn, verður ekki talinn hafa brotið skyldur sínar, ef hann sjálfur er fús til að greiða þann kostnað, sem fer fram úr því, sem hæfilegt má telja. En ákvæðið getur t.d. fengið sjálfstæða þýðingu, ef geymslumaður (þriðji maður) krefur seljandann beint um kostnaðinn, eða hann heldur hlut hjá sér vegna greiðsludráttar af hálfu kaupandans. I síðari málslið ákvæðisins kemur fram, að samningsaðili er laus undan skyldu sinni, hafi vörslumaður verið valinn á forsvaranlegan hátt og veitt hlutn- um viðtöku. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að umönnunarskylda samningsaðila verður virk við vanefndir af hálfu gagnaðila og er í hans þágu. Eins og áður er komið fram, er oft óhjákvæmilegt að varðveita hlut hjá þriðja manni. Því er eðlilegt að líta svo á, að samningsaðili sé laus úr ábyrgð sinni, þegar söluhlutur er kominn til þriðja manns, og samningsaðilinn hefur ekki lengur tök á að hafa eftirlit með honum. Á þetta við, hvort sem umönnun- arskyldan hvílir á kaupanda eða seljanda. Geymslumaður getur verið hvort heldur sem er einkaaðili eða sjálfstæður atvinnurekandi, sem tekur slíkt að sér sérstaklega, t.d. eigandi geymsluhúsnæðis. Sá, sem umönnunarskyldan hvílir á, verður að meta hæfni geymslumanns og eftir atvikum, hvort geymslustaður er hentugur til að geyma á hlut af þeirri tegund og með þeim eiginleikum, sem um er að ræða. Samningsaðili ber ekki ábyrgð á tjóni, sem verður meðan hlutur er hjá vörslumanni, t.d. vegna gáleysis af hálfu vörslumanns. Á hinn bóginn verður umönnunaraðilinn ábyrgur, ef val hans á vörslumanni hefur ekki verið forsvar- anlegt. Þegar vörslumaður hefur verið valinn á forsvaranlegan hátt og hefur veitt hlut viðtöku, telst umönnunaraðili hafa fullnægt skyldu sinni og hún nú komin í hendur þriðja aðila. 7.6.5 Skaðabætur og trygging fyrir kostnaði Samningsaðili, sem annast um söluhlut á kostnað gagnaðila, á samkvæmt fyrri málslið 75. gr. kpl.93 rétt til endurgreiðslu hæfilegs kostnaðar, sem af því hlýst.94 Ábyrgð gagnaðila vegna slíks kostnaðar er á hreinum hlutlægum grunni. Þær ástæður, sem leyst geta undan skaðabótaábyrgð skv. 27., 40. og 57. gr., eiga því ekki við hér. Ábyrgð nær einungis til þess kostnaðar, sem aðili hefur orðið fyrir í tengslum við umönnun skv. 72., 73. og eftir atvikunt 74. gr. Sem dæmi má nefna kostnað við leigu á geymsluhúsnæði eða flutning til þriðja manns, sem á að varðveita hlutinn. Ef í ljós kernur, eftir að seljandinn hefur flutt söluhlut á afhendingar- stað, að kaupandinn vill ekki veita hlutnum viðtöku, er heimilt að líta á kostnað 93 Um 75. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjopsloven, kom- mentarutgave, bls. 402-404. 94 Ákvæði þetta er í samræmi við 2. málsl. 85. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 86. gr. Sþ-samningsins. í eldri kaupalögum frá 1922 var sambærilegt ákvæði í 36. og 55. gr. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 163-164. “ 344 i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.