Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 92

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 92
7.6.6.6 Önnur ráðstöfun en sala Hafi aðili heimild til sölu samkvæmt ákvæðum 76. gr., en hluturinn selst ekki eða ljóst er, að söluandvirðið nægir ekki fyrir sölukostnaði, er aðila heimilt samkvæmt 77. gr.l(KI að ráðstafa hlutnum með öðrum forsvaranlegum hætti. Vara skal gagnaðila við sé þess kostur.101 Fyrsta skilyrðið er það, að aðili hafi heimild til sölu hlutar samkvæmt ákvæðum 76. gr. Þetta nær einnig til þeirra tilvika, þar sem um skyldu til sölu er að ræða samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 76. gr. Annað skilyrðið er, að söluhlutur annaðhvort seljist ekki eða Ijóst sé, að sölu- andvirðið nægi ekki fyrir sölukostnaði. Það nægir með öðrum orðum ekki til að fullnægja skilyrðinu, að óvíst sé, hvort nokkur hagnaður verði af sölunni. Þá verður einnig að taka tillit til þess, að aðili hefur oft lítinn tíma til að meta hvað er hagkvæmast í þessum efnum. Samkvæmt 34. og 55. gr. eldri kaupalaga var seljanda og kaupanda eftir atvikum „rétt að flytja hlutinn burt ef hann vill“. í 76. gr. kpl. nr. 50/2000 kemur ekki fram, hvernig aðilar mega ráðstafa hlut að öðru leyti en því, að það skal gert með forsvaranlegum hætti. Forsvaranlegur háttur í þessu sambandi gæti það t.d. verið, ef aðili tekur hlutinn í notkun fyrir sig, eftir atvikum gegn hæfi- legu endurgjaldi. Það yrði hins vegar alltaf talið neyðarúrræði að farga hlut, en sé t.d. um ofþroskaða banana að ræða, geta bæði magnið og gæðin leitt til þess, að eðlilegra teldist að farga þeim en að neyta þeina. A sama hátt og gildir um viðvörun skv. 3. mgr. 76. gr., skal gera gagnaðila viðvart, áður en aðili grípur til slrkra ráðstafana sem hér um ræðir. Tilgangur viðvörunar er einnig sá sami. 7.6.6.7 Reikningsgerð og reikningsfærsla Samkvæmt 78. gr. kpl.102 skal samningsaðili, sem annast hefur um söluhlut, reikningsfæra gagnaðila fyrir því, sem fékkst fyrir hlutinn við sölu eða með öðrum hætti ásamt því að gera honum reikning fyrir kostnaði sínum. Það, sem umfram, er fellur til gagnaðila.103 Það, sem fengist hefur „með öðrum hætti“, 100 Um 77. gr. norsku kaupalaganna sjá Jolin Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjppsloven, kom- mentarutgave, bls. 410-411. 101 Sþ-samningurinn hefur ekkert ákvæði sambærilegt við lagagrein þessa, en umönnunar- skylda skv. 86. gr. sáttmálans er takmörkuð eins og í 73. gr. laganna. Þegar komið er út fyrir rnörk umönnunarskyldunnar og sala getur ekki farið fram með góðu móti, verður það ekki talið andstætt ákvæðum sáttmálans, þótt gerð sé í þágu beggja samningsaðila önnur ráðstöfun en sala. Lagagreinin svarar að öðru leyti til síðasta málsliðar 34. gr. eldri Iaga, sbr. og ákvæði 55. gr. þeirra laga. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 165. 102 Urn 78. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjðpsloven, kom- mentarutgave, bls. 411-412. 103 Ákvæðið er f samræmi við 3. mgr. 88. gr. Sþ-samningsins. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 166.1 34. gr. eldri laga var því einungis slegið föstu, að sala skyldi fara fram fyrir reikning gagn- aðila. Það leiddi á ltinn bóginn til sömu niðurstöðu og regla lagagreinarinnar. Um beitingu 34. gr. kpl. 39/1922 sjá H 1984 14. T hafði pantað skyrtur, kvenblússur og húfur hjá firmanu Y í Danmörku. A 348
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.