Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 94

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 94
sínum, ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans stríðir á annan hátt gegn heiðarleika og góðri trú. 9. RÉTTUR OG SKYLDA SKULDARA TIL ÞESS AÐ BÆTA ÚR GALLA EÐA VANHEIMILD 9.1 Almennt Þegar skuldari hefur innt greiðslu af hendi, en henni er áfátt, gilda í megin- atriðum svipaðar reglur og lýst hefur verið í köflum 1 -8 hér að framan, þegar skuldari hefur alls ekki innt greiðslu af hendi. Ef kröfuhafi getur rift samningi vegna galla á greiðslunni, getur hann almennt einnig hafnað greiðslunni og haldið fast við kröfuna um afhendingu á réttri greiðslu. Krafa um efndir in natura felur það í sér í slíkum tilvikum, að skuldari reyni á nýjan leik að efna samninginn réttilega. Er það orðað svo í 1. mgr. 30. gr. kpl., að reynist sölu- hlutur gallaður og gallinn er hvorki sök kaupanda né stafar af aðstæðum, sem hann varða, getur kaupandi „... krafist úrbóta, nýrrar afhendingar ,..“.105 Engu að síður er um nokkrar sérreglur að ræða, þegar skuldari hefur afhent greiðslu, sem ekki er í samræmi við ákvæði samnings, og verður að þeim reglum vikið í þessum kafla. Þá skal og minnt á ákvæði 72. gr. kpl. um skyldur seljanda til umönnunar, þegar kaupandi sækir ekki söluhlut eða veitir honum ekki viðtöku á réttum tíma eða önnur atvik, sem kaupanda varða, leiða til þess, að hann fær ekki hlutinn afhentan. Sambærilegar reglur er að finna í 73. gr. um skyldu kaupanda til umönnunar, þegar kaupandi hafnar söluhlut, sem hann hefur veitt viðtöku. Skal kaupandinn þá á kostnað seljanda annast unt hlutinn á þann hátt, sem sanngjamt er miðað við aðstæður. 9.2. Skylda skuldara til úrbóta, þegar um vanheimild er að ræða 9.2.1 Almenn atriði Kröfuhafi getur fengið skuldara dæmdan til að ráða bót á heimildarskorti, a.m.k. að því leyti sem skuldara er það kleift. Það á t.d. við um gjaldfallnar og uppsegjanlegar veðskuldir, þegar seljandi hefur selt eign lausa úr veðböndum, sbr. nánar kafli 1.2 hér að framan. Sjá t.d. H 1969 1213 (Sokkaverksmiðjan Eva). Hið sama myndi gilda um uppsegjanleg afnotaréttindi og ógilt framsal til þriðja manns.106 Sjá til athugunar H 1967 688 (Þverbrekka í Kópavogi) og H 1971 1004 (Grímshagi). Ef land er selt og umferðarréttur á að fylgja, en seljandi hefur ekki yfir slíkum rétti að ráða, þá er hægt að fá hann dæmdan til þess að láta slíkan rétt í té, ef honum er það kleift. Sjá til athugunar H 1972 904 (Áburðarverksmiðjan). 105 Sjá einnig Bcrnhard Gomard: Obligationsret. Alntene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 59, og Obligationsret 2. del, bls. 64 - 65. 106 Henry Ussing: Obligationsretten. Alm. Del, bls. 71; Bernhard Gomard: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 45, og sami höfundur: Obligationsret 2. del, bls. 65 og 68. 350
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.