Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 95

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 95
9.2.2 Vanheimild í lausafjárkaupum 9.2.2.1 Inntak réttarins - Gallareglur gilda I 41. gr. kpl. er fjallað um vanheimild í lausafjárkaupum. Þar segir í 1. mgr., að eigi þriðji maður eignarrétt, veðrétt eða annan rétt yfir söluhlut (vanheimild), gilda reglumar um galla eftir því sem við á, nema leiða megi af samningi, að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með þeim takmörkunum, sem leiðir af rétti þriðja manns. Reglan urn tveggja ára tilkynningarfrest skv. 2. mgr. 32. gr. gildir þó ekki. Kaupandi getur samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 41. gr. í öllum tilvikum krafist skaðabóta fyrir tjón af völdum vanheimildar, sem var til staðar við kaupin, enda hafi hann hvorki vitað né mátt vita um vanheimildina. Ef þriðji maður gerir tilkall til réttar yfir söluhlut og kröfu hans er andmælt, gilda samkvæmt 3. mgr. 41. gr. ákvæði 1. og 2. mgr. eftir því sem við á, nema augljóst sé, að krafa þriðja manns eigi ekki við nein rök að styðjast. í 4. mgr. 41. gr. segir, að reglur 1. mgr. gildi eftir því sem við á, þegar krafa þriðja manns bygg- ist á hugverka- eða auðkennarétti hans, sbr. ákvæði 96. gr. Um annað má semja, einnig í neytendakaupum, enda sé það kaupanda í hag.107 9.2.2.2 Hvað er vanheimild? í 1. mgr. 41. gr. er ekki að finna almenna skilgreiningu á hugtakinu van- heimild, en af ákvæðinu leiðir hins vegar óbeint, hvenær vanheimild telst vera til staðar. Ákvæðið á bæði við um þau tilvik, þegar þriðji maður er eigandi hlutar (fullkomin eða algjör vanheimild), og þess tilviks, þegar þriðji maður á veðrétt eða annars konar rétt yfir honum (vanheimild að hluta). Af ákvæðum 4. mgr. leiðir, að „aðrar kröfur þriðja manns“ eru kröfur sem byggjast á hugverka- og auðkennarétti hans, sbr. ákvæði 4. mgr. í eldri kaupalögum, nr. 39/1922, var engin almenn ákvæði að finna um vanheimild og önnur ósamrýmanleg réttindi þriðja manns, þótt í 59. gr. væri að vísu mælt fyrir um skaðabótaskyldu, þegar um ákveðna tegund vanheimildar var að ræða.108 Þegar um fullkomna vanheimild er að ræða, er hugsanlegt, að seljandinn eigi alls engan rétt yfir hlutnum, t.d. vegna þess að hlut hefur verið stolið. Einnig er hugsanlegt, að seljandinn eigi aðeins afnotarétt yfir hlutnum eða hann hafi hlutinn á kaupleigu. Með hugtakinu „annar réttur“ í 1. mgr. er fyrst og fremst átt við önnur takmörkuð réttindi en veðréttindi, t.d. leiguréttindi, haldsréttindi, ítök o.fl. Þegar um er að ræða bann samkvæmt samningi við því að selja hlut eða aðrar svipaðar takmarkanir á ráðstöfunarrétti, koma sérsjónarmið til greina. Líta má 107 Um 41. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Rognlien: Kjppsloven, kommentarutgave, bls. 254-260.; Christian Fr W.vlier: Kjppsretten i et nptteskall, bls. 108-110 og Erling Selvig: Kjppsrett tii studiebruk, bls. 245-246. 108 Um rök fyrir almennri reglu 41. gr. kpl. um vanheimild og önnur ósamrýmanleg réttindi þriðja manns vísast til þess, sem fram kemur í almennum athugasemdum með frumvarpi til kpl., sbr. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 106. í Sþ-samningnum eru reglur um vanheimild og önnur ósamrýmanleg réttindi þriðja manns í 41. og 42. gr. Sjá einnig 96. gr. kpl. 351
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.