Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 104

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 104
9.3.1.10 Tilkynning um kröfu um úrbætur og nýja afhendingu Kaupandi glatar rétti sínum til þess að krefjast úrbóta eða nýrrar afhendingar, ef hann tilkynnir ekki seljanda um þá kröfu sína samtímis tilkynningu skv. 32. gr. eða innan sanngjarns frests frá þeim tíma. Kaupandi heldur þó rétti sínum, ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans stríðir á annan hátt gegn heiðarleika og góðri trú. Sjá 1. mgr. 37. gr. kpl. í neytendakaupum má tilkynna þeim aðila um galla, sem í samningi við seljanda hefur tekið að sér að bæta úr honum, sbr. ákvæði 2. mgr. 37. gr.127 I 1. mgr. 37. gr. kernur fram, að kaupandinn verður að tilkynna um kröfu sína varðandi úrbætur eða afhendingu að nýju, annaðhvort samtímis tilkynningu skv. 32. gr. eða innan sanngjams frests þar á eftir. Hér er því urn tvenns konar viðmiðunarmörk að ræða. Skilyrðum 1. mgr. 35. gr. er í fyrsta lagi fullnægt, ef kaupandi tilkynnir um kröfu sína til úrbóta eða afhendingu að nýju ásamt almennri tilkynningu skv. 32. gr. Tilkynningarfresturinn er í því tilviki „innan hæfilegs tíma“ eftir að kaupandi varð gallanna var eða hefði átt að verða þeirra var. I annan stað fullnægir kaupandi skilyrðum 1. mgr. 35. gr., ef hann tilkynnir „innan sanngjams frests“ eftir að fresti lauk skv. 32. gr. Hér er því um að ræða viðbótarfrest, sem byrjar að líða, eftir að tilkynningarfrestur skv. 32. gr. rann út. Rétt eins og varðandi tilkynningu skv. 32. gr. er það seljandinn, sem ber áhættuna af því að tilkynningin komi ekki fram, sbr. 82. gr. kpl. 9.3.2 Verksamningar Um verksamninga gildir sú regla, að verkkaupi getur krafist úrbóta á göllum á verki eftir svipuðum reglum og gilda um rétt hans til efnda in natura.128 Samkvæmt gr. 29.1. í ÍST 30 ber verktaki ábyrgð á verki í eitt ár frá því að hann skilaði því af sér. Sama er um einstaka verkhluta, ef þeim er skilað sérstaklega. I gr. 29.2. segir, að verktaki skuli á sinn kostnað bæta úr göllurn á verkinu, sem í ljós koma á ábyrgðartímanum og stafa af því, að efni eða vinna var lakara en skylt var eftir samningi, enda hafi verkkaupi kvartað yfir göllunum innan hæfi- legs tíma, eftir að hann varð þeirra var. Bæti verktaki ekki úr galla innan hæfi- legs tíma, eða verði ekki náð til hans í tæka tíð, má verkkaupi lagfæra galla á kostnað verktakans. 127 Sambærilegar reglur og fram koma í lagagreininni eru í 2. og 3. mgr. 46. gr. Sþ-samningsins. Greinin svai'ar til 2. málsl. 52. gr. eldri laga, þar sem sagði, að hefði kaupandi orðið þess var, að hlutnum er áfátt, eða hann hefði átt að verða þess var, og hann skýrði eigi seljanda frá, svo sem fyrir var mælt í ákvæðinu, gæti hann eigi síðar borið það fyrir sig að hlutnum hafi verið áfátt. Alþt. 1999- 2000, þskj. 119, bls. 108-109. 128 Um verksamninga sjá Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 67, og sami höfundur: Obligationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 64; Páll Sigurðsson: Verksamning- ar, bls. 175 o.áfr. 360
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.