Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 105

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 105
9.3.3 Leigusamningar I leigusamningum gildir, að leigutaki getur fengið leigusala dæmdan til þess að veita sér aðgang að og umráð yfir leiguhúsnæði. Ef í ijós kemur, að leigutaki hefur ekki fengið til umráða allt það húsnæði, sem leigusamningurinn gerir ráð fyrir, getur leigutaki með sama hætti fengið leigusala dæmdan til þess að veita sér aðgang að og umráð yfir því, sem á vantar, t.d. bílskúr eða geymslurými, ef það hefur átt að fylgja með. Um rétt leigutaka til þess að krefjast úrbóta á leiguhúsnæði ræðir í V. kafla hsll.129 9.3.4 Þjónustukaup í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup kemur fram sú regla, að sé seld þjónusta gölluð, getur neytandinn krafist þess, að seljandi hennar bæti úr göllunum, nema það valdi seljandanum miklum kostnaði eða verulegu óhag- ræði. I 2. mgr. segir, að eigi neytandi rétt til þess að krefjast úrbóta samkvæmt þessu, og seljandi þjónustunnar bætir ekki úr galla innan hæfilegs frests, er neytandanum heimilt að láta bæta úr gallanum á kostnað seljanda, enda sé unnt að bæta úr án óhóflegs kostnaðar, og til frádráttar komi sú greiðsla, sem neyt- anda ber að greiða, hefði seljandinn sjálfur bætt úr hinni seldu þjónustu, sbr. 12. gr. laganna. Samkvæmt 3. mgr 11. gr. er neytandanum heimilt að halda eftir greiðslu, þar til úrbætur hafa farið fram. Teljist galli óverulegur, getur neytand- inn aðeins haldið eftir fjárhæð, sem nemur því sem kostar að bæta úr gallanum. Ef seljandi bætir úr galla á þjónustu, sem hann hefur innt af hendi, er samkvæmt 12. gr. eingöngu heimilt að krefja neytanda um greiðslu fyrir þjónustu, sem honum hefði borið að greiða, ef hún hefði í upphafi verið innt af hendi. 9.4 Réttur skuldara til úrbóta 9.4.1 Lausafjárkaup 9.4.1.1 Meginregla um rétt seljanda Þótt kaupandi krefjist þess ekki, er seljanda heimilt að bæta á eigin kostnað úr galla eða afhenda annan hlut, ef það er unnt án verulegs óhagræðis fyrir kaupanda og án þeirrar áhættu, að kaupandi fái ekki bætt útgjöld sín hjá selj- anda, sbr. 1. mgr. 36. gr. kpl.130 Ef seljandi spyr kaupanda, hvort hann samþykki úrbætur eða nýja afhendingu, eða seljandi skýrir kaupanda frá því, að hann vilji bæta úr eða alhenda annan hlut innan tiltekins tíma, og kaupandi svarar ekki án ástæðulauss dráttar, getur seljandi gert nauðsynlegar ráðstafanir innan þess tíma, sem nefndur var, sbr. 2. mgr. 36. gr. kpl. Seljandi getur samkvæmt 3. mgr. ekki borið fyrir sig, að hann hafi ekki fengið tækifæri til úrbóta eða nýrrar afhendingar, þegar kaupandinn hefur séð um að bæta úr gallanum, og það yrði 129 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obliaationsret Almene emner, 1. hæfte. Naturalopfyldelse, bls. 60. 130 Um 36. gr. norsku kaupalaganna sjá John Egil Bergen og Stein Kognlicn: Kjópsloven, kommentarutgave, bls. 216-219, og Erling Selvig: Kjppsrett til studiebruk, bls. 188-190. 361
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.