Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 107

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 107
koma í ljós. Ef hins vegar er um mjög mörg tilvik að ræða, þar sem úrbætur hafa verið nauðsynlegar, getur óhagræði kaupandans á heildina litið verið svo mikið, að hann hafi réttmæta ástæðu til að hafna úrbótum.133 9.4.1.4 Ahætta kaupanda af því að fá ekki bætt útgjöld sín hjá seljanda I þriðja lagi er það skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins, að kaupandi eigi ekki á hættu að fá ekki bætt útgjöld sín hjá seljandanum. Reynt getur á þetta skilyrði, þegar kaupandi þarf að leggja út fjármuni vegna fyrirhugaðra úrbóta eða nýrrar afhendingar. Akvæðið felur ekki í sér, að kaupandinn geti neitað að leggja út fyrir ákveðnum útgjöldum, nema þau séu veruleg. Það gildir hér eins og varðandi 34. gr., að á kaupandanum hvflir ákveðin skylda til að veita seljanda aðstoð, en í því getur m.a. falist, að hann verði að leggja út fjármuni. Ef hann á t.d. að sjá um að senda hlutinn til seljanda til viðgerðar, getur það oft því aðeins gerst, að kaupandinn leggi út fyrir flutningskostnaði. Einnig getur verið, að kaupandinn verði að leigja annan hlut, meðan söluhlutur er til viðgerðar, og verður kaupandinn þá að leggja út fyrir leigukostnaði. Enn eitt dæmi um þessar skyldur er það, þegar kaupandi verður að þola óhagræðið af því, að seljandi taki gallaða uppþvottavél og fari með hana á viðgerðarverkstæði sitt og setji hana síðan upp aftur hjá kaupanda að viðgerð lokinni. Þegar um er að ræða minni hluti, svo sem myndavélar, rakvélar, skó o.fl., verður kaupandi samkvæmt þessu að færa hlutina á verkstæði seljanda, ef seljandi krefst þess. Við mat á því skilyrði, sem hér um ræðir, þ.e. áhættu kaupanda af því að fá ekki bætt útgjöld sín hjá seljanda, verður m.a. að líta til fjarlægðar milli aðila, tegundar hlutarins og þyngdar hans og þess kostnaðar, sem um er að ræða.134 9.4.1.5 Valréttur seljandans Ef fullnægt er skilyrðum skv. 1. mgr. 36. gr., getur seljandinn valið um, hvort hann bætir úr galla, t.d. með viðgerð, eða afhendir annan hlut ógallaðan í stað söluhlutar. Kaupandinn getur því ekki mótmælt úrbótum og krafist afhendingar að nýju í þeirra stað, nema því aðeins að úrbætur hafi verulegt óhagræði í för með sér fyrir hann.135 9.4.1.6 Fyrirspurn seljanda til kaupanda í ákvæði 2. mgr. 36. gr. felst, að spyrji seljandi kaupanda, hvort hann sam- þykki úrbætur eða afhendingu að nýju, verður kaupandinn að taka afstöðu til slíkrar fyrirspumar. Sama gildir, ef seljandinn skýrir kaupanda frá, að hann vilji bæta úr eða afhenda að nýju. Það er skilyrði, að seljandinn tilgreini þann tíma, þegar úrbætur eða afhending að nýju eiga að fara fram, og að hann geti lokið aðgerðum sínum á þeim tíma, sem hann hefur tiltekið. Svari kaupandinn ekki 133 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107. 134 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107. 135 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 107. 363
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.