Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 116

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 116
Evrópuríkja. Grundvallarsamningar Evrópuráðsins á sviði mannréttinda eru Mannréttindasáttmáli Evrópu og Félagsmálasáttmáli Evrópu. Af öðrum mikil- vægum samningum má nefna Evrópusamning um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Evrópuráðið hefur komið á fót ýmsum stofnunum og stjómsýsluúrræðum til að framfylgja þeim fjölþjóðlegu samningum sem það hefur gert. Merkasta dæmi þess er Mannréttindadómstóll Evrópu. Evrópuráðið er samsett úr þremur stofnunum sem sameiginlega sjá um að framfylgja stefnu ráðsins en hafa hver sinn tilgang: Ráðherranefndin sem fer með ákvörðunarvald innan Evrópuráðsins. Evrópuráðsþingið sem er umræðuvettvangur fyrir þingmenn aðildarríkja Evrópuráðsins. Ráðstefna sveitar- og héraðstjóma í Evrópu (CLRAE) sem er vettvangur umræðu um staðbundið lýðræði í aðildarríkjunum. 3.1 Ráðherranefndin Ráðherranefndin er skipuð utanríkisráðherrum aðildarríkjanna og er æðsta stofnun Evrópuráðsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkjanna koma aðeins tvisvar á ári til funda nefndarinnar en fulltrúar þeirra funda að auki að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Hlutverk ráðherranefndarinnar er að leggja drög að verkefnum Evrópu- ráðsins og fjárlögum þess. Hún fjallar einnig um tillögur frá Evrópuráðsþing- inu, CLRAE og ráðstefnum fagráðuneyta sem Evrópuráðið heldur reglulega. Ráðherranefndin hefur einnig það hlutverk samkvæmt ákvæðunt mannréttinda- sáttmálans að hafa umsjón með fullnustu á dómum mannréttindadómstólsins. 3.2 Evrópuráðsþingið Á þingi Evrópuráðsins sitja 582 fulltrúar og jafnmargir varamenn frá þjóð- þingum aðildarríkjanna. Sendinefnd hvers rrkis er skipuð í samræmi við flokka- samsetningu sitjandi þjóðþings þess. Evrópuráðsþingið kernur saman fullskipað fjórum sinnum á ári og fjallar um hver þau málefni sem þingmenn vilja vekja máls á við evrópska starfsbræður sína. Tilmælum og hugmyndum sem kviknað hafa á Evrópuráðsþinginu er oft beint til ráðherranefndarinnar og hafa orðið kveikjan að nýjum verkefnum fyrir Evrópuráðið. 3.3 Ráðstefna sveitar- og héraðsstjórna Ráðstefna sveitar- og héraðsstjóma er skipuð 291 fulltrúa og jafnmörguin varafulltrúum. Hún skiptist í tvær deildir og sitja fulltrúar sveitarstjórna í ann- arri og fulltrúar héraðsstjóma í hinni. Hlutverk ráðstefnunnar er að efla lýðræðislegar stofnanir í héraði og aðstoða ríki sem feta sig í átt til lýðræðis. 372
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.