Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 123

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Side 123
spænskir dómstólar að þeirri niðurstöðu að Barberá, Messegué og Jabardo væru saklausir. Þá má nefna mál Piersack gegn Belgíu en Piersack var dæmdur af dómstóli sem taldist ekki óvilhallur í skilningi 6. gr. sáttmálans.28 Mál hans var dæmt að nýju af óvilhöllum dómstóli sem breytti þó í engu fyrri niðurstöðu um sekt hans. Það er nú viðurkennt af aðildarríkjum Evrópuráðsins að endurupptaka sé áhrifarík leið, og jafnvel sú eina sem fær er, til að afmá afleiðingar sumra mann- réttindabrota.29 Vandinn er sá að oft heimilar löggjöf aðildarríkjanna ekki endurupptöku á endanlegum dómi. Hollensk löggjöf gerir það til dæmis ekki sem er eflaust skýringin á því að gripið var til þess ráðs að náða Van Mechelen og samkærendur hans þrátt fyrir að það hafi ekki endilega verið besta lausnin. Nú þegar hafa 14 ríki lögfest heimild til endurupptöku á ntálum sem dæmd hafa verið af mannréttindadómstólnum30 og í 7 ríkjum til viðbótar hefur endurupp- taka reynst möguleg án sérstakrar lagasetningar.31 I flestum öðrum aðildar- ríkjum Evrópuráðsins gæti endurupptaka í framhaldi af dómi mannréttinda- dómstólsins verið möguleg með beitingu almennra ákvæða um endurupptöku en þar sem þessi ríki hafa ekki ennþá staðið frammi fyrir málum þar sem þörf er á að grípa til slíkrar ráðstöfunar hefur ekki á það reynt. Engin sérstök ákvæði eru í íslenskum lögum um heimild til endurupptöku dóma sem mannréttindadómstóllinn telur fara gegn sáttmálanum. Þó má benda á c-lið 1. mgr. 184. gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sem heimilar endurupptöku: ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli fyrir niðurstöðu hafi verið ranglega metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Ákvæðið er nákvæmlega eins orðað og sú heimild í dönskum lögum sem leiddi til endurupptöku á máli Jersild og eru því góðar líkur á að íslenskir dómstólar myndu beita 1. mgr. 184. gr. með sama hætti ef á reyndi.32 28 Dómar mannréttindadómstólsins 1. október 1982 og 26. október 1984. 29 Sjá tilmæli ráðherranefndarinnar no. R (2000) 2. 30 Austurríki, Búlgaría, Króatía, Lettland, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Slóvenía, Sviss, Stóra Bretland og Þýskaland. Frakkland vinnur að frumvarpi sem heimilar endurupptöku í kjölfarið á dómi mannréttindadómstólsins. 31 Belgía, Danmörk, Finnland, Rússland, Spánn og Svíþjóð. 32 1. mgr. 977. gr. opinberra réttarfarslaga. 379
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.