Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 124

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 124
8. ALMENNAR RÁÐSTAFANIR 8.1 Skyldan til að grípa til almennra ráðstafana Með því að staðfesta mannréttindasáttmálann gangast ríki undir þá skyldu að tryggja öllum á yfirráðasvæði þeirra þau réttindi og frelsi sem vernduð eru af sáttmálanum.33 Skýrt er kveðið á um þetta í 1. gr. sáttmálans: Samningsaðilar skulu tryggja hverjum þeim, sem innan yfirráðasvæðis þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi sem skilgreind eru í I. kafla þessa samnings. Áfellisdómur mannréttindadómstólsins er staðfesting á að eitthvað hafi farið úrskeiðis í þessum efnum. Að baki slíkum brotum geta legið fjölmargar ástæð- ur s.s. lög sem ganga gegn ákvæðum sáttmálans, rangt mat dómstóla á vægi hans og þýðingu, ófullnægjandi aðstæður í fangelsum, röng vinnubrögð lög- reglu o.s.frv. I sumum tilfellum eru þessar ástæður þess eðlis að þær eru ekki bundnar við eitt einstakt brot heldur eru þær kerfisgalli sem getur leitt til frekari brota í framtíðinni ef ekki eru gerðar úrbætur. I máli Jóns Kristinssonar kom fram gott dæmi um slíkan kerfisgalla.34 Þar benti mannréttindanefndin á að Jón hefði ekki verið dæmdur af óvilhöllum dómstóli í skilningi 6. gr. sáttmálans þar sem dómurinn var skipaður dómarafulltrúa sem var um leið fulltrúi lögreglu- stjórans í sama umdæmi og þar með yfirmanns þeirra lögreglumanna sem höfðu rannsakað brot sakfellda í öndverðu. Aðstæðurnar vörðuðu því ekki eingöngu mál Jóns Kristinssonar heldur einnig skipan dómstóla skv. lögum. Það lá því í hlutarins eðli að svo lengi sem þessi skipan væri óbreytt yrði kerfisbundið brotið á þeim sem leituðu til íslenskra dómstóla í héraði utan Reykjavíkur og þar með ekki staðið undir þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 1. gr. mannrétt- indasáttmálans. Þegar slíkur kerfisgalli býr að baki broti ber ríki að grípa til almennra ráð- stafana til að koma í veg fyrir að sama brot, eða brot af svipuðu tagi, komi fyrir aftur. Þessi skylda er byggð á anda mannréttindasáttmálans, sérstaklega 1. og 46. gr., sem og grundvallarreglum þjóðaréttar um að túlka beri alþjóðasáttmála bona fide.35 í dag er að fullu viðurkennt af aðildarríkjum Evrópuráðsins að þau hafi lagalega skyldu til að grípa til almennra ráðstafana þegar þeirra er þörf.36 33 Nýleg þróun í dómum mannréttindadómstólsins bendir til að skylda ríkja til að virða ákvæði mannréttindadómstólsins sé ekki takmörkuð við „yfirráðasvæði" þeirra þegar herir eða öryggis- sveitir athafna sig í öðrum löndum, sbr. t.d. mál Loizidou gegn Tyrklandi, dómur mannréttinda- dómstólsins 28. júlí 1998. 34 Álit mannréttindanefndarinnar 8. mars 1989. 35 1. mgr. 31. gr. Vínarsáttmálans um „Law on Treaties" segir: „a Treaty shall be interpreted in good faith in accordance with the ordinary meaning to be given to the terms of the treaty in their context and in the light of its object and purpose". 36 Skyldan til að grfpa til almennra ráðstafana var að nokkru umdeild á árum áður. Sjá t.d. ályktun ráðherranefndarinnar DH (83)4 og grein Hans-Jurgen Bartsch: „The supervisory functions of the Committee of Ministers under Article 54 - a postscript to Luedicke-Balkacem-Kog“ í Protecting Human Rights: The European Dimension. Carl Heymanns Verlag KG 1988, bls. 47-55. 380
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.