Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 127

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 127
upp um heimildarmenn sína þegar „réttlætishagsmunir kalli á það“. Að baki beitingu ákvæða af þessu tagi getur legið rótgróin dómvenja eða eingöngu eitt einstakt tilvik. Hver sem skýringin er þarf að tryggja að dómstólar beiti lands- rétti í framtíðinni þannig að þeir brjóti ekki gegn ákvæðum mannréttinda- sáttmálans eins og hann er túlkaður í Strassborg. Til að tryggja slíka fylgni er annað hvort hægt að breyta lögum þannig að dómstólar hafi þann kost einan að dæma í samræmi við ákvæði mannréttinda- sáttmálans eða að dómstólamir sjálfir aðlagi beitingu landsréttar að ákvörð- unum mannréttindadómstólsins án þess að lagabreyting komi til. Slík lausn er fljótlegri en ný löggjöf og því að mörgu leyti betur til þess fallin að tryggja rétt- indi borgarans. Þrískipting ríkisvaldsins og ákvæði 6. gr. mannréttindasáttmálans setja að nokkru leyti stólinn fyrir dymar í þessu sambandi. Vegna grundvallarreglunnar um sjálfstæði dómstóla er yfirvöldum óheimilt að segja dómstólum fyrir verk- um. Þau era því í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að sannfæra ráðherranefndina og þar með önnur aðildarríki Evrópuráðsins um að dómstólar muni taka fullt tillit til dóma mannréttindadómstólsins en hafa á sama tíma engan rétt til gefa slík loforð fyrir hönd dómstóla. Staða mannréttindasáttmálans að landsrétti skiptir hér grundvallarmáli. Stjómvöldum er auðfengið að ljúka fullnustuþætti máls fyrir ráðherranefndinni ef dómar mannréttindadómstólsins em bindandi að landsrétti eða ef til em fordæmi sem sýna að dómstólar fylgi þeim eftir í úrlausnum sínum. Við þær aðstæður er nægjanlegt að dómur mannréttindadómstólsins sé þýddur og birtur í lögfræðitímariti eða honum dreift til dómstóla. Nú hafa flestir dómstólar aðild- arríkja Evrópuráðsins viðurkennt með einum eða öðrum hætti vægi dóma mannréttindadómstólsins. Má þar sérstaklega nefna dómstóla í Svíþjóð,44 Finn- landi,45 Danmörku,46 Hollandi47 Ítalíu,48 Rúmeníu49 Stóra Bretlandi,50 Slóvak- íu,51 Spáni52 og Sviss.53 Dómar mannréttindadómstólsins hafa nú orðið í raun 44 Sjá ályktun ráðherranefhdarinnar DH (95) 92 í máli Fredin nr. 2 gegn Svíþjóö, dómur 23. febrúar 1994. 45 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (96) 607 í máli Kerojarvi gegn Finnlandi, dómur 19. júlí 1995. 46 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (95) 212 í máli Jersild gegn Danmörku, dómur 23. september 1994. 47 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (95) 240 í máli Lala gegn Hollandi, dómur 22. september 1994. 48 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (93) 63 í máli Brozicek gegn Ítalíu, dómur 19. desember 1989. 49 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (99) 676 (interim resolution) í máli Vasilescu gegn Rúmeníu, dómur 22. maí 1998. 50 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (97) 507 í máli Goodwin gegn Stóra Bretlandi, dómur 27. mars 1996. 51 Sjá ályktanir ráðherranefndarinnar DH (99) 553 í máli Kadubec og DH (99) 554 í máli Lauko gegn Slóvakíu, dómur 2. september 1998. 52 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (95) 93 í máli Castells gegn Spáni, dómur 23. apríl 1992. 53 Sjá ályktun ráðherranefndarinnar DH (94) 77 í máli F gegn Sviss, dómur 18. desember 1987. 383
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.