Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 130

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 130
til e-liðar 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans og kostnaður af störfum dóm- túlksins lagður á ríkissjóð en sakarkostnaður að öðru leyti lagður á ákærða. Með því að Hæstiréttur hefur talið sér kleift að víkja til hliðar skýrum lögum má leiða að því líkur að hann telji sig bundinn til að fylgja eftir ákvæðum mann- réttindasáttmálans og úrlausn mannréttindanefndarinnar í framtíðinni þegar landsréttur stangast á við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslands samkvæmt sáttmálanum og að íslenskir dómarar fylgi fordæmi starfsfélaga sinna í Strass- borg. Ákvæði 2. gr. 1. nr. 62/1994 gefur því óþarflega neikvæða mynd af afstöðu íslenskra yfirvalda til mannréttindasáttmálans og stangast á við raunverulega þátttöku Islands í þeirri þróun sem á sér í stað í Evrópu. 9. FULLNÆGJANDI RÁÐSTAFANIR Eins og fram kemur í köflunum að framan hefur verið sett á fót umfangs- mikið og einstakt kerfi til að tryggja að dómar mannréttindadómstólsins séu fullnustaðir. Fáir þekkja þó til þessa kerfis sem eflaust stafar af því að hingað til hefur það starfað nokkuð snurðulaust. Aðildarríki Evrópuráðsins hafa yfir- leitt brugðist skjótt og vel við þegar þörf hefur verið á ráðstöfunum til að bæta stöðu tjónþola og koma í veg fyrir endurtekningu brots. Þessi velgengni fullnustukerfis mannréttindasáttmálans er ekki síst athyglis- verð í ljósi þess að ráðherranefndin hefur ekki víðtækt vald til að refsa þeim ríkjum sem brjóta ákvæði sáttmálans. Það lítur því út fyrir að aðildarríki Evr- ópuráðsins fullnusti ekki dóma mannréttindadómstólsins til þess að forðast alþjóðlegar refsiaðgerðir heldur frekar til þess að forðast þá hneisu sem felst í áfellisdómi og til þess að tryggja borgurum sínum með sem bestum hætti þau réttindi og frelsi sem í sáttmálanum felst. Öll aðildarríki Evrópuráðsins eru lýðræðisríki þar sem ríkisvaldið kemur frá borgurunum og með því að virða að fullu ákvæði sáttmálans styrkja þau í raun stoðir eigin tilveru. Hér er ennfremur um slík grundvallarmálefni að ræða að þau verða ekki takmörkuð með vísan til sérstöðu eins samningsríkis, t.d. vegna menningar þess eða hefða. Ríki sem brotið hefur ákvæði sáttmálans og fullnustar ekki dóminn á því ávallt erfitt með að réttlæta aðgerðaleysi sitt gagnvart öðrum samningsaðilum mannréttinda- sáttmálans sem og eigin borgurum. Því fer þó fjarri að saga mannréttindasáttmálans sé fallegt ævintýri og að engar snurður hafi komið upp á. Þess eru nokkur dæmi að ríki hafi reynst treg til að fullnusta dóma mannréttindadómstólsins. 9.1 Langur tími til að fullnusta dóm í sumum tilfellum hafa ríki tekið óhæfilegan langan tíma til að leiðrétta ástand sem brýtur gegn sáttmálanum. I málinu Marckx gegn Belgíu var niður- staðan sú að belgísk erfðalög brytu gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans 386
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.